Gafst upp á bleikjunni og veiddi spúna Trausti Hafliðason skrifar 11. júní 2012 08:00 Í Vatnskoti í Þingvallavatni. Það er engu líkara en að annar þessara veiðimanna gangi á vatninu. Trausti Hafliðason Frekar rólegt hefur verið í Þingvallavatni síðustu daga. Á föstudaginn var reytingur af veiðimönnum í Þjóðgarðinum. Líklega um tíu í Vatnskoti en aðeins færri á Öfugsnáðanum. Aflabrögð voru samt ekkert til að hrópa húrra fyrir. Veiðivísir náði tali af einum veiðimanni á Öfugsnáðanum. Sá hafði landað tveimur bleikjum á 7 klukkutímum. Þetta voru um það bil 2 punda fiskar. Í Vatnskotinu voru tveir félagar að veiðum. Þeir höfðu verið þar í tíu klukkutíma og aðeins náð að landa einni bleikju á þeim tíma. Hún var reyndar nokkuð væn. Líklega ein 4 til 5 pund. Annar þessara manna var orðinn svo þreyttur á fiskleysinu að hann skilaði flugustönginni og sótti kaststöngina, þó ekki í þeim tilgangi að egna fyrir fiski með spúni heldur til að veiða spúna upp úr vatninu. Þetta sagðist hann gera nokkrum sinnum á sumri. Hann færi einfaldlega út í vatn og ef hann sæi eitthvað glitra þá reyndi hann að krækja í það með sínum spún. Hann sagði að síðasta sumar hefði hann náð um hundrað spúnum upp úr vatninu með þessum hætti og sparað sér tugi þúsunda króna í spúnakaupum. Stangveiði Mest lesið Fín veiði í opnun Elliðavatns Veiði Rafrænar kosningar til stjórnar SVFR Veiði Lax komst ekki upp ána vegna öskuburðar Veiði 75 sm urriði úr Laxárdalnum Veiði Vænir birtingar að sýna sig í Varmá Veiði Mokveiði í Urriðafossi Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði Veiðihúsin fá yfirhalningu fyrir sumarið Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði
Frekar rólegt hefur verið í Þingvallavatni síðustu daga. Á föstudaginn var reytingur af veiðimönnum í Þjóðgarðinum. Líklega um tíu í Vatnskoti en aðeins færri á Öfugsnáðanum. Aflabrögð voru samt ekkert til að hrópa húrra fyrir. Veiðivísir náði tali af einum veiðimanni á Öfugsnáðanum. Sá hafði landað tveimur bleikjum á 7 klukkutímum. Þetta voru um það bil 2 punda fiskar. Í Vatnskotinu voru tveir félagar að veiðum. Þeir höfðu verið þar í tíu klukkutíma og aðeins náð að landa einni bleikju á þeim tíma. Hún var reyndar nokkuð væn. Líklega ein 4 til 5 pund. Annar þessara manna var orðinn svo þreyttur á fiskleysinu að hann skilaði flugustönginni og sótti kaststöngina, þó ekki í þeim tilgangi að egna fyrir fiski með spúni heldur til að veiða spúna upp úr vatninu. Þetta sagðist hann gera nokkrum sinnum á sumri. Hann færi einfaldlega út í vatn og ef hann sæi eitthvað glitra þá reyndi hann að krækja í það með sínum spún. Hann sagði að síðasta sumar hefði hann náð um hundrað spúnum upp úr vatninu með þessum hætti og sparað sér tugi þúsunda króna í spúnakaupum.
Stangveiði Mest lesið Fín veiði í opnun Elliðavatns Veiði Rafrænar kosningar til stjórnar SVFR Veiði Lax komst ekki upp ána vegna öskuburðar Veiði 75 sm urriði úr Laxárdalnum Veiði Vænir birtingar að sýna sig í Varmá Veiði Mokveiði í Urriðafossi Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði Veiðihúsin fá yfirhalningu fyrir sumarið Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði