Þórður Rafn: Verðlaunaféð dugar fyrir næsta móti Sigurður Elvar Þórólfsson í Vestmannaeyjum skrifar 10. júní 2012 16:21 Þórður Rafn Gissurarson Mynd/Golfsamband Íslands/Stefán „Ég hef spilað einu sinni áður á 66 höggum hér á Íslandi, á meistaramóti í Grafarholti, en þar er parið 71. Ég er ánægður með hringinn en við þurfum að fá góðar aðstæður hér á landi til að ná svona skori – og aðstæðurnar voru fínar hér í Vestmannaeyjum í dag," sagði Þórður Rafn Gissurarson kylfingur úr GR eftir sigurinn á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi í dag. Þórður lék frábært golf á lokahringnum, 66 högg, þar sem hann fékk alls 7 fugla (-1) en tvöfaldur skolli (+2) á 16. braut gerði það að verkum að vallarmetið Helga Dans Steinssonar, 63 högg, var ekki í hættu að þessu sinni. „Ég setti niður mörg góð pútt og tvö þeirra voru 8-9 metrar fyrir fugli – það þarf að fá slík pútt ofaní," sagði Þórður en þetta er annar sigur hans á stigamótaröð GSÍ en hann fagnaði sínum fyrsta sigri fyrir fjórum árum á Garðavelli á Akranesi. „Það er langur tími, of langur tími." Þórður Rafn er 24 ára gamall og hann hefur í nógu að snúast í keppnisgolfinu. Hann er að leik á EPD-mótaröðinni á meginlandi Evrópu og stefnir á úrtökumót ið fyrir Evrópumótaröðina í haust. „Ég ætla að gefa þessu séns og sjá hvað maður kemst langt. Það var fínt að fá 80.000 kr. verðlaunafé hérna í Eyjum, það dugir fyrir keppnsigjaldinu á næsta móti sem er í Þýskalandi í þessari viku og kannski einum flugmiða. Þetta er ekkert glamúrlíf á manni sem atvinnumaður en það er þess virði að reyna og ég hvet alla unga íslenska kylfinga að skella sér í atvinnumennsku. Ég held að það séu of margir hræddir við að taka þetta skref en ég sé ekki eftir því að hafa farið þessa leið," sagði Þórður Rafn Gissurarson. Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
„Ég hef spilað einu sinni áður á 66 höggum hér á Íslandi, á meistaramóti í Grafarholti, en þar er parið 71. Ég er ánægður með hringinn en við þurfum að fá góðar aðstæður hér á landi til að ná svona skori – og aðstæðurnar voru fínar hér í Vestmannaeyjum í dag," sagði Þórður Rafn Gissurarson kylfingur úr GR eftir sigurinn á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi í dag. Þórður lék frábært golf á lokahringnum, 66 högg, þar sem hann fékk alls 7 fugla (-1) en tvöfaldur skolli (+2) á 16. braut gerði það að verkum að vallarmetið Helga Dans Steinssonar, 63 högg, var ekki í hættu að þessu sinni. „Ég setti niður mörg góð pútt og tvö þeirra voru 8-9 metrar fyrir fugli – það þarf að fá slík pútt ofaní," sagði Þórður en þetta er annar sigur hans á stigamótaröð GSÍ en hann fagnaði sínum fyrsta sigri fyrir fjórum árum á Garðavelli á Akranesi. „Það er langur tími, of langur tími." Þórður Rafn er 24 ára gamall og hann hefur í nógu að snúast í keppnisgolfinu. Hann er að leik á EPD-mótaröðinni á meginlandi Evrópu og stefnir á úrtökumót ið fyrir Evrópumótaröðina í haust. „Ég ætla að gefa þessu séns og sjá hvað maður kemst langt. Það var fínt að fá 80.000 kr. verðlaunafé hérna í Eyjum, það dugir fyrir keppnsigjaldinu á næsta móti sem er í Þýskalandi í þessari viku og kannski einum flugmiða. Þetta er ekkert glamúrlíf á manni sem atvinnumaður en það er þess virði að reyna og ég hvet alla unga íslenska kylfinga að skella sér í atvinnumennsku. Ég held að það séu of margir hræddir við að taka þetta skref en ég sé ekki eftir því að hafa farið þessa leið," sagði Þórður Rafn Gissurarson.
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira