Þóra Helga með bólgna tá eftir klaufalegt atvik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júní 2012 07:00 Stuðboltarnir Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir. Mynd / Daníel Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins ytra í dag klukkan 15 að íslenskum tíma. Byrjunarliðið verður tilkynnt einum og hálfum tíma fyrr. Fróðlegt verður að sjá hvort Sigurður Ragnar geri breytingar frá liðinu sem lagði Ungverja 3-0 á Laugardalsvelli á laugardaginn var. Katrín Ómarsdóttir átti afar fína innkomu á miðjuna fyrir Eddu Garðarsdóttur gegn Ungverjum auk þess sem Sandra María Jessen skoraði með sinni fyrstu snertingu. „Allir varamennirnir sem komu inn á stóðu sig vel. Katrín lagði upp mark og Sandra María skoraði. Allar stelpurnar sem voru fyrir utan eiga líka heima í byrjunarliðinu. Það er gott að hafa alla þessa möguleika," segir Sigurður Ragnar. „Ég var ánægður með Eddu í síðasta leik en vildi gefa Katrínu Ómars tækifæri sem hafði verið mjög góð á æfingunum. Við sjáum þessar stelpur sem spila úti svo sjaldan að það var mikilvægt að sjá þær með landsliðinu. Katrín hefði allt eins getað verið í byrjunarliðinu. Hún hafði staðið sig vel á æfingum og ég er mjög hrifinn af henni," segir Sigurður Ragnar sem liggur fyrst og fremst áherslu á sigur en Búlgarir töpuðu síðasta leik sínum gegn Noregi 11-0. „Við gerum kröfu til okkar að vinna þennan leik. Það er samt ekki úrslitaatriði að vinna þær 12-0 af því að Noregur vann þær 11-0. Það er mjög ólíklegt að það reyni á markatölu í þessum riðli," segir Sigurður Ragnar og bendir á hve miklu máli heimavöllurinn skipti. „Það sést best á úrslitum búlgarska liðsins. Búlgarir töpuðu 11-0 í Noregi en bara 3-0 hérna í Búlgaríu þar sem Noregur skoraði tvö mörk í viðbótartíma. Bæði Norður-Írland og Belgía unnu bara 1-0 og Danir gerðu markalaust jafntefli í síðustu undankeppni." Allir leikmenn íslenska liðsins eru klárir í slaginn. Hólmfríður Magnúsdóttir kveinkaði sér aðeins í sköflungi á æfingunni í gær en Sigurður Ragnar telur að hún verði klár. Sigurður Ragnar hafði hins vegar kostulega sögu að segja af markverði liðsins Þóru Björgu Helgadóttur. „Við vorum að ganga inn í búningsklefann fyrir æfinguna. Þóra Helga var á inniskóm og dúndraði tánni framan á þröskuldinn og er að drepast í tánni. Það gæti verið að við þyrftum að deyfa hana á morgun því táin er bólgin. Þetta er frekar klaufalegt en við hlógum bara að þessu," segir Sigurður Ragnar sem telur að Þóra verði ekki í vandræðum með útspörk sín og markspyrnur í dag. Þóra birti í gærkvöldi mynd af bólgnu tánni. Hana má sjá hér. Leikur Búlgaríu og Íslands hefst klukkan 15. Hægt er að fylgjast með gangi mála í textalýsingu á heimasíðu UEFA, sjá hér. Íslenski boltinn Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins ytra í dag klukkan 15 að íslenskum tíma. Byrjunarliðið verður tilkynnt einum og hálfum tíma fyrr. Fróðlegt verður að sjá hvort Sigurður Ragnar geri breytingar frá liðinu sem lagði Ungverja 3-0 á Laugardalsvelli á laugardaginn var. Katrín Ómarsdóttir átti afar fína innkomu á miðjuna fyrir Eddu Garðarsdóttur gegn Ungverjum auk þess sem Sandra María Jessen skoraði með sinni fyrstu snertingu. „Allir varamennirnir sem komu inn á stóðu sig vel. Katrín lagði upp mark og Sandra María skoraði. Allar stelpurnar sem voru fyrir utan eiga líka heima í byrjunarliðinu. Það er gott að hafa alla þessa möguleika," segir Sigurður Ragnar. „Ég var ánægður með Eddu í síðasta leik en vildi gefa Katrínu Ómars tækifæri sem hafði verið mjög góð á æfingunum. Við sjáum þessar stelpur sem spila úti svo sjaldan að það var mikilvægt að sjá þær með landsliðinu. Katrín hefði allt eins getað verið í byrjunarliðinu. Hún hafði staðið sig vel á æfingum og ég er mjög hrifinn af henni," segir Sigurður Ragnar sem liggur fyrst og fremst áherslu á sigur en Búlgarir töpuðu síðasta leik sínum gegn Noregi 11-0. „Við gerum kröfu til okkar að vinna þennan leik. Það er samt ekki úrslitaatriði að vinna þær 12-0 af því að Noregur vann þær 11-0. Það er mjög ólíklegt að það reyni á markatölu í þessum riðli," segir Sigurður Ragnar og bendir á hve miklu máli heimavöllurinn skipti. „Það sést best á úrslitum búlgarska liðsins. Búlgarir töpuðu 11-0 í Noregi en bara 3-0 hérna í Búlgaríu þar sem Noregur skoraði tvö mörk í viðbótartíma. Bæði Norður-Írland og Belgía unnu bara 1-0 og Danir gerðu markalaust jafntefli í síðustu undankeppni." Allir leikmenn íslenska liðsins eru klárir í slaginn. Hólmfríður Magnúsdóttir kveinkaði sér aðeins í sköflungi á æfingunni í gær en Sigurður Ragnar telur að hún verði klár. Sigurður Ragnar hafði hins vegar kostulega sögu að segja af markverði liðsins Þóru Björgu Helgadóttur. „Við vorum að ganga inn í búningsklefann fyrir æfinguna. Þóra Helga var á inniskóm og dúndraði tánni framan á þröskuldinn og er að drepast í tánni. Það gæti verið að við þyrftum að deyfa hana á morgun því táin er bólgin. Þetta er frekar klaufalegt en við hlógum bara að þessu," segir Sigurður Ragnar sem telur að Þóra verði ekki í vandræðum með útspörk sín og markspyrnur í dag. Þóra birti í gærkvöldi mynd af bólgnu tánni. Hana má sjá hér. Leikur Búlgaríu og Íslands hefst klukkan 15. Hægt er að fylgjast með gangi mála í textalýsingu á heimasíðu UEFA, sjá hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira