Golf

Sex kylfingar á leið í ungmennalandsliðsverkefni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnhildur Kristindóttir (fyrir miðju) og Sara Margrét (til hægri) keppa fyrir Íslands hönd í júlí.
Ragnhildur Kristindóttir (fyrir miðju) og Sara Margrét (til hægri) keppa fyrir Íslands hönd í júlí. Mynd / GSÍMYNDIR
Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari Íslands í golfi, hefur valið þá sex kylfinga sem keppa á tveimur unglingamótum fyrir Íslands hönd í júlí. Þetta kemur fram á Kylfingur.is.

Fjórir kylfingar keppa á Evrópumóti unglinga (European Young Masters) í Ungverjalandi 26. - 28. júlí. Mótið fer fram árlega fram í Balatonudvari og er sterkt unglingamót. Eftirtaldir kylfingar keppa á mótinu:

Aron Snær Júlíusson GKG

Egill Ragnar Gunnarsson GKG

Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG

Sara Margrét Hinriksdóttir GK

Nánari upplýsingar um mótið má sjá á heimasíðu golfsambands Ungverjalands, smellið hér.

Tveir kylfingar keppa á Opna meistaramóti unglinga (Junior Open) í Lancashire á Englandi 16. - 18. júlí. Þeir eru:

Gísli Sveinbergsson GK

Ragnhildur Kristinsdóttir GR

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×