Fótbolti

Bjarni Ólafur tapaði gegn Birki Má | Enn tapar Stabæk

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birkir Már hafði betur gegn fyrrum samherja sínum hjá Val, Bjarna Ólafi Eiríkssyni.
Birkir Már hafði betur gegn fyrrum samherja sínum hjá Val, Bjarna Ólafi Eiríkssyni. Mynd / Anton
Ekkert gengur hjá Bjarna Ólafi Eiríkssyni og félögum hans í norska úrvalsdeildarliðinu Stabæk. Liðið tapaði enn einum leiknum í dag 2-1 á útivelli gegn Birki Má Sævarssyni og félögum í Brann.

Jamaíkamaðurinn á miðjunni hjá Brann, Rodolph Austin, kom heimamönnum yfir strax á 4. mínútu með marki úr vítaspyrnu.

Nígeríumaðurinn Kim Ojo kom Brann í 2-0 með marki á 18. mínútu. Þetta var fimmta mark framherjans í þrettán leikjum.

Christer Kleiven minnkaði muninn fyrir Stabæk á 60. mínútu en lengra komust gestirnir ekki.

Með sigrinum lyfti Brann sér upp í 7. sæti deildarinnar tímabundið hið minnsta en fjölmargir leikir fara fram í deildinni í dag.

Birkir Már og Bjarni Ólafur spiluðu allan leikinn með liðum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×