Matthías Vilhjálmsson og félagar í Start eru komnir á topp norsku b-deildarinnar eftir 2-0 sigur á Ullensaker/Kisa í dag. Matthías skoraði fyrra mark Start í leiknum.
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Matthías Start á bragðið með marki á 56. mínútu. Þetta var áttunda mark Matthíasar í ellefu leikjum hjá Start en hann hefur spilað í stöðu framherja hjá liðinu.
Leikar stóðu 1-0 þar til á lokamínútunni þegar framherjinn Ernest Asante frá Ghana tryggði heimamönnum stigin þrjú.
Með sigrinum náði Start þriggja stiga forskoti á á Ullensaker/Kisa á toppi norsku b-deildarinnar en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn.
Bolvíkingurinn Guðmundur Kristjánsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Start.
Matthías skoraði og Start á toppinn
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


