Alfreð Finnbogason og Pálmi Rafn Pálmason voru á skotskónum með liðum sínum í sænsku og norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Pálmi Rafn skoraði fjórða mark Lilleström í 4-3 sigri á Fredrikstad. Pálmi tók þá boltann á lofti eftir fyrirgjöf Björns Bergmanns Sigurðarsonar og hamraði knöttinn upp í fjærhornið.
Markið má sjá hér.
Alfreð skoraði sitt níunda mark á tímabilinu fyrir Helsingborg og tryggði liðinu 1-1 jafntefli gegn IFK Gautaborg.
Mark Alfreðs, sem kom beint úr aukaspyrnu, má sjá hér.
