Kristján vann í Hvaleyrinni eftir dramatískan bráðabana | Ólafur Björn á -25 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2012 13:31 Kristján Þór Einarsson vann dramatískan sigur í Hafnarfirði. Mynd/GVA Meistaramótum golfklúbba lauk víða í gær. Kristján Þór Einarsson vann hjá GK eftir bráðabana og vallarmet. Úrslit í meistaraflokki karla hjá GR réðust einnig í bráðabana. Kristján Þór var níu höggum á eftir Axel Bóassyni fyrir gærdaginn en náði að skila sér í hús á 62 höggum sem er nýtt vallarmet. Axel spilaði á 71 höggi og var á sex höggum undir pari samanlagt, rétt eins og Kristján Þór. Því þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit en hann var dramatískur. Alls þurfti sjö holur í bráðabana til að fá niðurstöðu en úrsltin réðust á 10. braut, þar sem Kristján lék á pari en Axel fékk skolla. Rúnar Arnórsson lék frábærlega fyrstu þrjá dagana en náði sér ekki á strik í gær. Hann lék þá á 77 höggum og var samtals á fimm höggum undir pari. Í kvennaflokki bar Tinna Jóhannsdóttir sigur úr býtum með því að spila á samtals þremur höggum yfir pari. Signý Arnórsdóttir kom næst á sjö höggum yfir pari.Haraldur vann í GR Haraldur Franklín Magnús og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir báru sigur úr býtum hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Haraldur og Arnór Ingi Finnbjörnsson léku dagana fjóra á samtals átta höggum undir pari og þurfti því bráðabana til í karlaflokki. Haraldur hafði betur strax á fyrstu holu og er því klúbbmeistari GR í fyrsta sinn. Ólafía Þórunn vann yfirburðasigur í kvennaflokki en hún lék á samtals einu höggi undir pari. Ragnhildur Sigurðardóttir kom næst á sautján höggum yfir pari.Ótrúleg frammistaða Ólafs Björns Ólafur Björn Loftsson hafði mikla yfirburði á meistaramóti Nesklúbbsins þar sem hann lék á samtals 25 höggum undir pari vallarins (68-68-64-63). Er það lægsta skor í sögu meistaramóts NK en Ólafur fékk alls 28 fugla á mótinu og tvo erni. Guðjón Henning Hilmarsson sigraði á meistarmóti GKG en næstur kom Sigmundur Einar Másson. Örn Ævar Hjartarson varð klúbbmeistari GS í tólfta sinn á ferlinum og Karen Sævarsdóttir í kvennaflokki en hún tók þátt í meistaramóti í fyrsta sinn í nokkur ár. Þá bar Thoedór Emil Karlsson sigur úr býtum hjá Kili í Mosfellsbæ. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Meistaramótum golfklúbba lauk víða í gær. Kristján Þór Einarsson vann hjá GK eftir bráðabana og vallarmet. Úrslit í meistaraflokki karla hjá GR réðust einnig í bráðabana. Kristján Þór var níu höggum á eftir Axel Bóassyni fyrir gærdaginn en náði að skila sér í hús á 62 höggum sem er nýtt vallarmet. Axel spilaði á 71 höggi og var á sex höggum undir pari samanlagt, rétt eins og Kristján Þór. Því þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit en hann var dramatískur. Alls þurfti sjö holur í bráðabana til að fá niðurstöðu en úrsltin réðust á 10. braut, þar sem Kristján lék á pari en Axel fékk skolla. Rúnar Arnórsson lék frábærlega fyrstu þrjá dagana en náði sér ekki á strik í gær. Hann lék þá á 77 höggum og var samtals á fimm höggum undir pari. Í kvennaflokki bar Tinna Jóhannsdóttir sigur úr býtum með því að spila á samtals þremur höggum yfir pari. Signý Arnórsdóttir kom næst á sjö höggum yfir pari.Haraldur vann í GR Haraldur Franklín Magnús og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir báru sigur úr býtum hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Haraldur og Arnór Ingi Finnbjörnsson léku dagana fjóra á samtals átta höggum undir pari og þurfti því bráðabana til í karlaflokki. Haraldur hafði betur strax á fyrstu holu og er því klúbbmeistari GR í fyrsta sinn. Ólafía Þórunn vann yfirburðasigur í kvennaflokki en hún lék á samtals einu höggi undir pari. Ragnhildur Sigurðardóttir kom næst á sautján höggum yfir pari.Ótrúleg frammistaða Ólafs Björns Ólafur Björn Loftsson hafði mikla yfirburði á meistaramóti Nesklúbbsins þar sem hann lék á samtals 25 höggum undir pari vallarins (68-68-64-63). Er það lægsta skor í sögu meistaramóts NK en Ólafur fékk alls 28 fugla á mótinu og tvo erni. Guðjón Henning Hilmarsson sigraði á meistarmóti GKG en næstur kom Sigmundur Einar Másson. Örn Ævar Hjartarson varð klúbbmeistari GS í tólfta sinn á ferlinum og Karen Sævarsdóttir í kvennaflokki en hún tók þátt í meistaramóti í fyrsta sinn í nokkur ár. Þá bar Thoedór Emil Karlsson sigur úr býtum hjá Kili í Mosfellsbæ.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira