Bandaríski kylfingurinn Jack Nicklaus á met sem margir telja að verði aldrei bætt. Nicklaus sigraði á 18 stórmótum á löngum ferli sínum og hann var 46 ára þegar hann náði þeim 18. á Mastersmótinu árið 1986. Nicklaus segir að samkeppnin sé mun meiri hjá bestu kylfingum heims í dag og það verði erfitt fyrir Tiger Woods að ná að jafna metið, en hann hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum.
Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn á Royal Lytham vellinum á Englandi og þar munu allra augu beinast að Tiger Woods.
Woods hefur ekki náð að sigra á stórmóti frá árinu 2008 þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á opna bandaríska meistaramótinu.
Nicklaus, sem einnig þekktur undir nafninu "Gullbjörninn" er á þeirri skoðun að Woods hafi hæfileika, getu og vinnusemi til þess að jafna met hans.
„Ég hef sagt það mörgum sinnum áður að hann getur jafnað metið en það er erfiðar í dag en áður. Hann er 36 ára og hefur nægan tíma en yfirburðir hans eru ekki þeir sömu og áður. Keppinautar hans hræðast hann ekki eins mikið og áður. Ef við lítum sex, sjö ár aftur í tímann þá var Tiger Woods eini kylfingurinn undir þrítugu sem hafði sigrað oftar en einu sinni á stórmóti. Í dag eru margir undir þrítugu sem hafa sigrað oftar en einu sinni á stórmóti. Samkeppnin hefur aukist og fleiri góðir kylfingar hafa komið fram á síðustu árum," sagði Nicklaus.
Gullbjörninn hefur enn trú á því að Tiger jafni metið

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn



Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn



ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn

„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn