Golf

Golflandsliðið í erfiðum málum

Ólafur Björn lék vel í dag.
Ólafur Björn lék vel í dag. mynd/stefán
Íslenska karlalandsliðið í golfi er að missa af lestinni í baráttu um laust sæti á EM á næsta ári. Íslenska liðið er tólf höggum frá sæti í mótinu en annar dagur undankeppninnar fór fram í dag.

Íslenska liðið var jafnt því portúgalska eftir fyrsta daginn en missti flugið í dag á meðan portúgalska liðið spilaði mjög vel.

England er á toppnum á parinu en Holland og Portúgal eru jöfn í öðru til þriðja sæti á fjórum höggum yfir pari. Ísland kemur þar á eftir á sextán höggum yfir pari.

Kristján Þór Einarsson og Ólafur Björn Loftsson léku best í íslenska liðinu í dag eða á 72 höggum. Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á 73, Guðjón Henning Hilmarsson 74 sem og Andri Þór Björnsson. Haraldur Franklín Magnús fann sig ekki í dag og kom í hús á 79 höggum.

Lokadagur mótsins fer fram á morgun og þá þarf allt að ganga upp hjá íslenska liðinu ætli það að ná þriðja sætinu sem gefur þáttökurétt á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×