Þór vann frábæran 5-1 sigur á Bohemians frá Írlandi í síðari viðureign liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á Þórsvelli í gærkvöldi.
Sigurður Marinó Kristjánsson fór á kostum í liði Þórs en hann skoraði þrennu auk þess að leggja upp tvö mörk.
Haraldur Logi Hringsson hefur birt myndband með mörkum og hápunktum leiksins sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan.
