Haraldur Franklín Íslandsmeistari í golfi 2012 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2012 18:15 Haraldur Franklín. Mynd/GSÍmyndir.net Haraldur Franklín Magnús úr GR er nýr Íslandsmeistari í golfi en hann hafði betur í hörkukeppni við Rúnar Arnórsson úr Keili á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Haraldur Franklín lék holurnar 72 á sjö höggum undir pari og lék á einu höggi betur en Rúnar. Haraldur Franklín er tvöfaldur Íslandsmeistari í ár því hann vann einnig Íslandsmótið í holukeppni fyrr í sumar. Hann var þarna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Haraldur Franklín gerði engin mistök á lokadeginum því hann tapaði ekki höggi á hringum og tveir fuglar, á 3. og 16. holu, skiluðu honum sigrinum. Haraldur Franklín lék hringinn á 68 höggum eða tveimur höggum undir pari. Rúnar Arnórsson lék lokadaginn á 69 höggum eða einu höggi undir pari. Þórður Rafn Gissurarson úr GR tryggði sér örugglega þriðja sætið því hann lék lokadaginn á einu höggi undir pari og því samtals á fjórum höggi undir pari. Keppnin í dag var mjög spennandi en enginn kylfingur ógnaði þó köppunum þremur í lokahollinu. Rúnar Arnórsson tapaði höggu strax á annarri holu og missti forystuna tímabundið til Haraldar Franklín en Rúnar svaraði því með því að ná tveimur fuglum á næstu þremur holum. Þeir félagar voru síðan jafnir á holum fimm til tólf. Rúnar fékk fugl á þrettándu holunni og var í framhaldinu með eitt högg í forskot en allt snérist þetta síðan á sextándu holunni. Haraldur Franklín fékk fugl á henni og komst sjö höggum undir samanlagt en á sama tíma tapaði Rúnar höggi og var vþí kominn sex höggum undir par.Lokastaðan hjá körlunum: 1. Haraldur Franklín Magnús, GR -7 2. Rúnar Arnórsson, GK -6 3. Þórður Rafn Gissurarson, GR -4 4. Andri Þór Björnsson, GR +1 5. Ólafur Björn Loftsson, NK +2 5. Kristinn Óskarsson, GS +2 7. Axel Bóasson, GK +3 7. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG +3 9. Andri Már Óskarsson, GHR +4 10. Sigmundur Einar Másson, GKG +5 Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús úr GR er nýr Íslandsmeistari í golfi en hann hafði betur í hörkukeppni við Rúnar Arnórsson úr Keili á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Haraldur Franklín lék holurnar 72 á sjö höggum undir pari og lék á einu höggi betur en Rúnar. Haraldur Franklín er tvöfaldur Íslandsmeistari í ár því hann vann einnig Íslandsmótið í holukeppni fyrr í sumar. Hann var þarna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Haraldur Franklín gerði engin mistök á lokadeginum því hann tapaði ekki höggi á hringum og tveir fuglar, á 3. og 16. holu, skiluðu honum sigrinum. Haraldur Franklín lék hringinn á 68 höggum eða tveimur höggum undir pari. Rúnar Arnórsson lék lokadaginn á 69 höggum eða einu höggi undir pari. Þórður Rafn Gissurarson úr GR tryggði sér örugglega þriðja sætið því hann lék lokadaginn á einu höggi undir pari og því samtals á fjórum höggi undir pari. Keppnin í dag var mjög spennandi en enginn kylfingur ógnaði þó köppunum þremur í lokahollinu. Rúnar Arnórsson tapaði höggu strax á annarri holu og missti forystuna tímabundið til Haraldar Franklín en Rúnar svaraði því með því að ná tveimur fuglum á næstu þremur holum. Þeir félagar voru síðan jafnir á holum fimm til tólf. Rúnar fékk fugl á þrettándu holunni og var í framhaldinu með eitt högg í forskot en allt snérist þetta síðan á sextándu holunni. Haraldur Franklín fékk fugl á henni og komst sjö höggum undir samanlagt en á sama tíma tapaði Rúnar höggi og var vþí kominn sex höggum undir par.Lokastaðan hjá körlunum: 1. Haraldur Franklín Magnús, GR -7 2. Rúnar Arnórsson, GK -6 3. Þórður Rafn Gissurarson, GR -4 4. Andri Þór Björnsson, GR +1 5. Ólafur Björn Loftsson, NK +2 5. Kristinn Óskarsson, GS +2 7. Axel Bóasson, GK +3 7. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG +3 9. Andri Már Óskarsson, GHR +4 10. Sigmundur Einar Másson, GKG +5
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira