Guðjón Baldvinsson skoraði sitt tólfta deildarmark á tímabilinu þegar Halmstads BK vann 2-0 heimasigur á Hammarby í sænsku b-deildinni í fótbolta í dag. Guðjón hefur skorað 12 mörk í 15 leikjum í sumar en hann var að spila sinn fyrsta leik síðan í júnílok.
Guðjón og Kristinn Steindórsson voru báðir í byrjunarliði Halmstad í þessum leik en Kristinn var farinn útaf þegar Guðjón skoraði markið sitt á lokamínútu leiksins. Richard Magyar skoraði fyrra mark liðsins á 67. mínútu.
Halmstad er í 3. sæti deildarinnar átta stigum á eftir Brommapojkarna sem er í 2. sæti. Davíð Þór Viðarsson og félagar í Östers IF eru síðan með sex stiga forskot á toppnum og svo gott sem komnir upp í sænsku úrvalsdeildina.
Guðjón með tólfta markið sitt á tímabilinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo
Handbolti



„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn



„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti