Pistill: Óskiljanlegar ákvarðanir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júlí 2012 17:00 Mynd/Stefán Ólíklegt er að hornamaðurinn Þórir Ólafsson hafi jafnað sig á því að hafa ekki verið valinn í landsliðshóp Íslands í handbolta fyrir Ólympíuleikana í handbolta. Skyldi engan undra. Þegar landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þórður Guðmundsson skar 19 manna æfingahóp niður um fimm leikmenn, svo eftir stóðu fjórtán ólympíufarar Íslands, áttu flestir von á því að eini eiginlegi hægri hornamaðurinn ætti þar víst sæti. Ekki aðeins þar sem hann var einn um stöðuna heldur hefur frammistaða hans í íslenska landsliðsbúningnum sjaldnast valdið vonbrigðum. Guðmundur er þó þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir og valdi þrjá línumenn. Auk varnartröllsins Vignis Svavarssonar voru Kári Kristján Kristjánsson og Róbert Gunnarsson á leiðinni til London. „Þeir eru svo ólíkar týpur. Róbert er oft mjög góður gegn framliggjandi vörnum. Snöggur og góður að skjóta sér í eyður. Kári er miklu þyngri línumaður sem nær að halda hindrun lengur og getur nýst enn betur gegn hávaxnari og þyngri varnarmönnum," sagði Guðmundur þegar undirritaður spurði hann út í ákvörðunina að taka tvo sóknarlínumenn til London og engan hægri hornamann. Hægri skytturnar Alexander Petersson og Ásgeir Örn Hallgrímsson munu standa vaktina í hægra horninu og vafalítið gera það með ágætum. Hvorugur þeirra er þó jafnlíklegur til að skora úr þeim þröngu færum sem hornamenn eru vanir og Þórir Ólafsson sem hefur það að atvinnu. Á sjö árum í starfi landsliðsþjálfara hefur ýmislegt vakið athygli við val Guðmundar á lokahópum. Lítið hefur þó verið um gagnrýni að mótunum loknum enda árangurinn oftar en ekki framar vonum. Réttara sagt hefur árangurinn verið einstakur og rétt að bíða og sjá hvort Guðmundur hafi ekki í enn eitt skiptið hitt naglann á höfuðið. Fyrsti leikur íslenska liðsins er í fyrrmálið gegn Argentínu. Flautað verður til leiks klukkan 8:30. Handbolti Pistillinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Sjá meira
Ólíklegt er að hornamaðurinn Þórir Ólafsson hafi jafnað sig á því að hafa ekki verið valinn í landsliðshóp Íslands í handbolta fyrir Ólympíuleikana í handbolta. Skyldi engan undra. Þegar landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þórður Guðmundsson skar 19 manna æfingahóp niður um fimm leikmenn, svo eftir stóðu fjórtán ólympíufarar Íslands, áttu flestir von á því að eini eiginlegi hægri hornamaðurinn ætti þar víst sæti. Ekki aðeins þar sem hann var einn um stöðuna heldur hefur frammistaða hans í íslenska landsliðsbúningnum sjaldnast valdið vonbrigðum. Guðmundur er þó þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir og valdi þrjá línumenn. Auk varnartröllsins Vignis Svavarssonar voru Kári Kristján Kristjánsson og Róbert Gunnarsson á leiðinni til London. „Þeir eru svo ólíkar týpur. Róbert er oft mjög góður gegn framliggjandi vörnum. Snöggur og góður að skjóta sér í eyður. Kári er miklu þyngri línumaður sem nær að halda hindrun lengur og getur nýst enn betur gegn hávaxnari og þyngri varnarmönnum," sagði Guðmundur þegar undirritaður spurði hann út í ákvörðunina að taka tvo sóknarlínumenn til London og engan hægri hornamann. Hægri skytturnar Alexander Petersson og Ásgeir Örn Hallgrímsson munu standa vaktina í hægra horninu og vafalítið gera það með ágætum. Hvorugur þeirra er þó jafnlíklegur til að skora úr þeim þröngu færum sem hornamenn eru vanir og Þórir Ólafsson sem hefur það að atvinnu. Á sjö árum í starfi landsliðsþjálfara hefur ýmislegt vakið athygli við val Guðmundar á lokahópum. Lítið hefur þó verið um gagnrýni að mótunum loknum enda árangurinn oftar en ekki framar vonum. Réttara sagt hefur árangurinn verið einstakur og rétt að bíða og sjá hvort Guðmundur hafi ekki í enn eitt skiptið hitt naglann á höfuðið. Fyrsti leikur íslenska liðsins er í fyrrmálið gegn Argentínu. Flautað verður til leiks klukkan 8:30.
Handbolti Pistillinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Sjá meira