Golf

Birgir Leifur: Alls ekki sáttur við hringinn

Birgir Leifur Hafþórsson slær hér á fjórðu holu þar sem hann gerði slæm mistök.
Birgir Leifur Hafþórsson slær hér á fjórðu holu þar sem hann gerði slæm mistök. seth
Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG var alls ekki sáttur við fyrsta hringinn hjá sér á Íslandsmótinu í höggleik sem hófst í dag á Strandarvelli við Hellu. Birgir, sem er fjórfaldur Íslandsmeistari, lék á einu höggi undir pari vallar eða 69 höggum. Hann er sem eins og staðan er þessa stundina í 8. sæti, þremur höggum á eftir efsta manni.

Birgir fékk fjóra fugla á hringnum, einn skolla og einn skramba. „Ég gerði mistök á fjórðu holu og tók rangar ákvarðanir þar. Teighöggið var alltof stutt, og síðan gerði ég röð mistaka. Vonandi var þetta slæmi hringurinn á mótinu, eigum við ekki bara að segja það. Ég var fyirir utan þetta í ágætum málum," sagði Birgir en hann hefur sett sér það markmið að bæta met þeirra Björgvins Þorsteinssonar og Úlfars Jónssonar sem hafa sigrað sex sinnum á Íslandsmótinu í höggleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×