Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék vel á fyrsta keppnisdegi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Haraldur lék á 67 höggum eða 3 höggum undir pari vallar og er hann á næst besta skori dagsins þegar þetta er skrifað – ásamt Andra Má Óskarssyni úr GHR.
„Ég er sáttur, planið var að fá par á sem flestar brautir og fugla á þessar stuttu par fjögur holur sem gefa færi á sér. Þetta var öruggur og þægilegur hringur á fyrsta keppnisdegi," sagði Haraldur Franklín.
„Það gerði völlinn betri að fá rigninguna.Planið fyrir morgundaginn er að fá enga skolla og lauma inn nokkrum fuglum," sagði Haraldur Franklín Magnús en hann sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fór á Leirdalsvelli fyrr í sumar.
Staðan á mótinu:
Haraldur Franklín: Öruggur og þægilegur hringur

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn


Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn
