Umfjöllun: Þór - Mlada Boleslav 0-1 | Þórsarar klikkuðu á tveimur vítum Björn Ívar Björnsson á Þórsvelli skrifar 26. júlí 2012 18:45 Þór frá Akureyri er dottið úr leik í Evrópudeildinni í knattspyrnu eftir 0-1 tap fyrir FK Mladá Boleslav frá Tékklandi. Lukas Magera skoraði eina mark gestanna sem voru ívið sterkari. Þór klúðraði þó tveimur vítaspyrnum í leiknum og hefðu með smá heppni getað gert einvígið spennandi. Það var nokkuð hvasst á Akureyri í kvöld þegar Þór tók á móti FK Mladá Boleslav í annari umferð Evrópudeildarinnar. Leikurinn byrjaði rólega en gestirnir frá Tékklandi mun meira með boltann. Þórsarar beyttu skyndisóknum og Sveinn Elías Jónsson átti tvö fín færi eftir um tíu mínútna leik. Það var svo á 31. Mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Þar var að verki Lukas Magera sem skoraði af harðfylgi eftir hornspyrnu frá Jakob Mares sem var atkvæðamikill í liði gestanna. Aðeins tveimur mínútum seinna fengu Þórsarar vítaspyrnu þegar fyrirliði gestanna handlék knöttinn innan teigs. Ármann Pétur Ævarsson steig á punktinn en spyrnan var slök. Jan Seda í marki gestanna varði boltinn beint aftur til Ármanns sem var einn fyrir opnu marki en tókst á óskiljanlegan hátt að láta Seda í markinu verja aftur. Á lokamínútu hálfleiksins fékk framherji Tékkanna mjög gott færi eftir góðan undirbúning hjá fyrrnefndum Mares. Joshua Wicks sem stóð í marki Þórs í fyrsta sinn varði glæsilega. Seinni hálfleikur hófst líkt og sá fyrri. Fyrstu fimm mínúturnar voru gestirnir meira með boltann en næstu 10 mínútur voru algjörlega eign Þórs. Klárlega besti kafli þeirra í leiknum. Á 52. Mínútu fengu Þórsarar svo sína aðra vítaspyrnu í leiknum þegar Kristinn Þór Björnsson var felldur á markteig. Nú steig Jóhann Helgi upp en spyrnan var slök og töluvert framhjá. Ef það var ekki nóg til að drepa vonarneista heimamanna þá fékk Jóhann Helgi Hannesson sitt annað gula spjald á 68. Mínútu og þar með rautt. Fjórum mínútum seinna fengu gestirnir dauðafæri þegar þeir voru fjórir á móti einum varnarmanni Þórs. Boltinn barst til Vaclac Ondrejka en hann átti hörmulegt skot sem rétt náði að leka aftur fyrir endamörk. Eftir það fjaraði leikurinn út og 0-1 sigur gestanna staðreynd. Það verður að hrósa Þórsurum fyrir góða baráttu og fínan leik í kvöld. Þeir gáfu Tékkunum engan frið og með smá heppni hefði þetta getað orðið spennandi. Þar með lauk Evrópuævintýri Þórs þetta tímabilið. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Þór frá Akureyri er dottið úr leik í Evrópudeildinni í knattspyrnu eftir 0-1 tap fyrir FK Mladá Boleslav frá Tékklandi. Lukas Magera skoraði eina mark gestanna sem voru ívið sterkari. Þór klúðraði þó tveimur vítaspyrnum í leiknum og hefðu með smá heppni getað gert einvígið spennandi. Það var nokkuð hvasst á Akureyri í kvöld þegar Þór tók á móti FK Mladá Boleslav í annari umferð Evrópudeildarinnar. Leikurinn byrjaði rólega en gestirnir frá Tékklandi mun meira með boltann. Þórsarar beyttu skyndisóknum og Sveinn Elías Jónsson átti tvö fín færi eftir um tíu mínútna leik. Það var svo á 31. Mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Þar var að verki Lukas Magera sem skoraði af harðfylgi eftir hornspyrnu frá Jakob Mares sem var atkvæðamikill í liði gestanna. Aðeins tveimur mínútum seinna fengu Þórsarar vítaspyrnu þegar fyrirliði gestanna handlék knöttinn innan teigs. Ármann Pétur Ævarsson steig á punktinn en spyrnan var slök. Jan Seda í marki gestanna varði boltinn beint aftur til Ármanns sem var einn fyrir opnu marki en tókst á óskiljanlegan hátt að láta Seda í markinu verja aftur. Á lokamínútu hálfleiksins fékk framherji Tékkanna mjög gott færi eftir góðan undirbúning hjá fyrrnefndum Mares. Joshua Wicks sem stóð í marki Þórs í fyrsta sinn varði glæsilega. Seinni hálfleikur hófst líkt og sá fyrri. Fyrstu fimm mínúturnar voru gestirnir meira með boltann en næstu 10 mínútur voru algjörlega eign Þórs. Klárlega besti kafli þeirra í leiknum. Á 52. Mínútu fengu Þórsarar svo sína aðra vítaspyrnu í leiknum þegar Kristinn Þór Björnsson var felldur á markteig. Nú steig Jóhann Helgi upp en spyrnan var slök og töluvert framhjá. Ef það var ekki nóg til að drepa vonarneista heimamanna þá fékk Jóhann Helgi Hannesson sitt annað gula spjald á 68. Mínútu og þar með rautt. Fjórum mínútum seinna fengu gestirnir dauðafæri þegar þeir voru fjórir á móti einum varnarmanni Þórs. Boltinn barst til Vaclac Ondrejka en hann átti hörmulegt skot sem rétt náði að leka aftur fyrir endamörk. Eftir það fjaraði leikurinn út og 0-1 sigur gestanna staðreynd. Það verður að hrósa Þórsurum fyrir góða baráttu og fínan leik í kvöld. Þeir gáfu Tékkunum engan frið og með smá heppni hefði þetta getað orðið spennandi. Þar með lauk Evrópuævintýri Þórs þetta tímabilið.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira