Umfjöllun og viðtöl: FH - AIK 0-1 | FH úr leik í Evrópudeildinni Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 26. júlí 2012 12:40 Mynd/Daníel FH féll úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið tapaði 1-0 fyrir AIK frá Svíþjóð. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og því vann sænska liðið 2-1 samanlagt en Martin Lorentzson skoraði eina mark leiksins á 40. mínútu. AIK hóf leikinn af krafti og pressaði FH hátt. FH átti ekki góða sókn í öllum fyrri hálfleiknum og sænska liðið fékk nokkur fín færi til að skora áður en markið kom. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin því markið var hálfger gjöf. Misskilingur leikmanna FH inni í teig varð til þess að Lorentzson fékk boltann utan teigs en auk þess fór boltinn í varnarmann og þaðan í netið. AIK fékk besta færi sitt úr síðustu sókn fyrri hálfleiks en eins og svo oft var liðið lítt sannfærandi í aðgerðum sínum nálægt marki FH. FH lék mun betur í seinni hálfleik en vörn AIK hélt vel. FH náði ekki að skapa sér afgerandi dauðafæri en liðið átti þrjú skot utan teigs en ekkert þeirra rataði á markið. Það verður því að segjast sanngjörn úrslit að AIK hafi komist áfram. Heimir: Það vantaði herslumuninnMynd/Daníel„Þetta snérist að mínu mati um það halda út í fyrri hálfleik. Við vorum svolítið á hælunum. Þeir komu út og pressuðu á okkur og náðu að gera það lengur en ég átti von á. Seinni hálfleikurinn var betri en það vantaði herslumuninn þegar kominn var inn á síðasta þriðjunginn en ég held að við höfum staðið okkur vel á móti AIK, atvinnumannaliði," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í leikslok. „Það sem kom mér á óvart var að pressan þeirra var töluvert betri en í Svíþjóð. Þeir komu töluvert ofar með vörnina og voru miklu þéttari. Það sem gerðist í Svíþjóð var að þá náðum við koma okkur í svæði á milli varnar og miðju og halda boltanum en í kvöld voru þeir miklu þéttari heldur en í leiknum úti. Það var helst eftir að Atli Viðar kom inn á að þetta opnaðist aðeins en við náðum ekki að setja mark. „Ég er mjög sáttur við leikinn í seinni hálfleik. Við reyndum allt. Við hentum Guðmanni fram og fórum í 4-4-2. Mér fannst við líka sjá það á AIK að þeir voru gríðarlega sáttir við að komast áfram. „Við fengum klaufalegt mark af okkur hálfu og það var pínu svekkjandi. Mér fannst við vera búnir að standa þetta af okkur. Þeir fengu tvö færi sem þeir nýttu ekki og þetta snérist um að komast inn í hálfleikinn með núlli en því miður þá gekk það ekki," sagði Heimir að lokum. Helgi Valur: Skoruðum grísamarkMynd/Daníel„Við ætluðum að vinna leikinn og það þarf ekki að vera fallegt. Við náðum þessu mikilvæga marki og það var fínt að fá það í fyrri hálfleik. Þá fengum við smá sjálfstraust," sagði Helgi Valur Daníelsson miðjumaður AIK eftir leikinn. „Við byrjum af krafti, hlaupum út um allt og eyðum orku. Það tekur á og ef maður nær ekki að skora mark þá tekur það á. „Við skoruðum grísamark en þeir skoruðu grísamark úti og það jafnaðist út. Seinni hálfleikur var erfiður. Við vissum að þeir myndu fjölga frammi í seinni hálfleik. Auðvitað reyndum viað að halda og spilið í seinni hálfleik var ekki fallegt en það er mikilvægt í Evrópuleikjunum að komast í gegnum þetta. „Við lögðum upp með að pressa, það var það eina sem við gátum gert í stöðunni. Við hefðum fallið út með markalausu jafntefli. Við vorum ákveðnir í að keyra á þetta. Við vorum búnir að hvíla vel og vorum hressir. „FH er með mjög gott lið. Við náðum þeim á hælana með pressu í fyrri hálfleik en þeir eru góðir með boltann þegar þeir fá að rúlla honum á jörðinni en sem betur fer náðu þeir spilinu ekki í gang í fyrri hálfleik. Við vorum með leikinn í höndunum í seinni hálfleik en þeir náðu að spila boltanum heldur mikið í seinni hálfleik," sagði Helgi Valur að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira
FH féll úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið tapaði 1-0 fyrir AIK frá Svíþjóð. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og því vann sænska liðið 2-1 samanlagt en Martin Lorentzson skoraði eina mark leiksins á 40. mínútu. AIK hóf leikinn af krafti og pressaði FH hátt. FH átti ekki góða sókn í öllum fyrri hálfleiknum og sænska liðið fékk nokkur fín færi til að skora áður en markið kom. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin því markið var hálfger gjöf. Misskilingur leikmanna FH inni í teig varð til þess að Lorentzson fékk boltann utan teigs en auk þess fór boltinn í varnarmann og þaðan í netið. AIK fékk besta færi sitt úr síðustu sókn fyrri hálfleiks en eins og svo oft var liðið lítt sannfærandi í aðgerðum sínum nálægt marki FH. FH lék mun betur í seinni hálfleik en vörn AIK hélt vel. FH náði ekki að skapa sér afgerandi dauðafæri en liðið átti þrjú skot utan teigs en ekkert þeirra rataði á markið. Það verður því að segjast sanngjörn úrslit að AIK hafi komist áfram. Heimir: Það vantaði herslumuninnMynd/Daníel„Þetta snérist að mínu mati um það halda út í fyrri hálfleik. Við vorum svolítið á hælunum. Þeir komu út og pressuðu á okkur og náðu að gera það lengur en ég átti von á. Seinni hálfleikurinn var betri en það vantaði herslumuninn þegar kominn var inn á síðasta þriðjunginn en ég held að við höfum staðið okkur vel á móti AIK, atvinnumannaliði," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í leikslok. „Það sem kom mér á óvart var að pressan þeirra var töluvert betri en í Svíþjóð. Þeir komu töluvert ofar með vörnina og voru miklu þéttari. Það sem gerðist í Svíþjóð var að þá náðum við koma okkur í svæði á milli varnar og miðju og halda boltanum en í kvöld voru þeir miklu þéttari heldur en í leiknum úti. Það var helst eftir að Atli Viðar kom inn á að þetta opnaðist aðeins en við náðum ekki að setja mark. „Ég er mjög sáttur við leikinn í seinni hálfleik. Við reyndum allt. Við hentum Guðmanni fram og fórum í 4-4-2. Mér fannst við líka sjá það á AIK að þeir voru gríðarlega sáttir við að komast áfram. „Við fengum klaufalegt mark af okkur hálfu og það var pínu svekkjandi. Mér fannst við vera búnir að standa þetta af okkur. Þeir fengu tvö færi sem þeir nýttu ekki og þetta snérist um að komast inn í hálfleikinn með núlli en því miður þá gekk það ekki," sagði Heimir að lokum. Helgi Valur: Skoruðum grísamarkMynd/Daníel„Við ætluðum að vinna leikinn og það þarf ekki að vera fallegt. Við náðum þessu mikilvæga marki og það var fínt að fá það í fyrri hálfleik. Þá fengum við smá sjálfstraust," sagði Helgi Valur Daníelsson miðjumaður AIK eftir leikinn. „Við byrjum af krafti, hlaupum út um allt og eyðum orku. Það tekur á og ef maður nær ekki að skora mark þá tekur það á. „Við skoruðum grísamark en þeir skoruðu grísamark úti og það jafnaðist út. Seinni hálfleikur var erfiður. Við vissum að þeir myndu fjölga frammi í seinni hálfleik. Auðvitað reyndum viað að halda og spilið í seinni hálfleik var ekki fallegt en það er mikilvægt í Evrópuleikjunum að komast í gegnum þetta. „Við lögðum upp með að pressa, það var það eina sem við gátum gert í stöðunni. Við hefðum fallið út með markalausu jafntefli. Við vorum ákveðnir í að keyra á þetta. Við vorum búnir að hvíla vel og vorum hressir. „FH er með mjög gott lið. Við náðum þeim á hælana með pressu í fyrri hálfleik en þeir eru góðir með boltann þegar þeir fá að rúlla honum á jörðinni en sem betur fer náðu þeir spilinu ekki í gang í fyrri hálfleik. Við vorum með leikinn í höndunum í seinni hálfleik en þeir náðu að spila boltanum heldur mikið í seinni hálfleik," sagði Helgi Valur að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira