Íslenski landsliðsmaðurinn Indriði Sigurðsson lék allan leikinn í hjarta varnar Viking sem vann óvæntan 2-1 útisigur á Molde í efstu deild norska boltans í dag.
Gestirnir frá Stavangri komust í 2-0 í fyrri hálfleik en síðara markið var sjálfsmark heimamanna.
Heimamenn í Molde, sem eru ríkjandi Noregsmeistarar, minnkuðu muninn í upphafi síðari hálfleiks. Lærisveinum Ole Gunnar Solskjær tókst þó ekki að jafna metin og óvænt tap staðreynd.
Molde varð af þremur mikilvægum stigum í toppbaráttunni. Liðið hefur 31 stig en Strömsgodset er efst með 35 stig. Viking er í áttunda sæti með 21 stig.
Indriði hafði betur gegn lærisveinum Solskjær
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn

Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn




Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth
Enski boltinn