Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 33-34 | Draumurinn úti 8. ágúst 2012 00:01 Mynd/Valli Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. Íslendingar voru undir lengst af leiknum en gáfust aldrei upp. Þeir komust yfir 27-26 þegar rúm ein og hálf mínúta lifði leiks og fengu vítakast þegar tíu sekúndur voru eftir marki yfir. Snorri Steinn Guðjónsson, sem sat annars á bekknum í dag, steig á punktinn en besti maður vallarins, Nándor Fazekas í marki Ungverja, varði frá Snorra. Ungverjar brunuðu upp og nýttu sér sofandahátt í vörn Íslands og jöfnuðu leikinn í blálokin. Aftur fengu Íslendingar gott tækifæri til þess að tryggja sér sigur í fyrri framlengingunni. Guðjón Valur Sigurðsson fór þá inn úr horninu fullsnemma í síðustu sókn Íslands en færið þröngt og Fazekas varði. Ungverjar fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn en skot László Nagy small í þverslánni. Í síðari framlengingunni náðu Ungverjar tveggja marka forskoti 34-32 sem Íslendingum tókst ekki að jafna. Ísland fékk 17 sekúndur til að jafna leikinn undir lokin en okkar menn náðu ekki að skapa sér almennilegt færi. Sókninni lauk með undirhandarskoti frá Aroni Pálmarssyni en framhjá markinu fór boltinn. Ungverjar fögnuðu en íslensku strákarnir og þjóðin í sárum. Tapið er vægast sagt grátlegur endir á frábærri frammistöðu íslenska landsliðsins í London. Liðið var lengi í gang í dag og ýmislegt sem vantaði í leik liðsins. Þrátt fyrir mótlætið héldu okkar menn haus, jöfnuðu leikinn endurtekið en misstu Ungverja jafnóðum fram úr sér á ný. Sérstaklega voru dýrkeyptar þær mínútur sem Íslendingar voru manni fleiri án þess að nýta sér það. Hreiðar Levý Guðmundsson átti frábæra innkomu í síðari hálfleikinn í marki Íslands. Segja má að hann hafi kveikt neistann sem vantaði en Ísland var fjórum mörkum undir í hálfleik. Aron Pálmarsson var sjóðandi heitur lengi vel í sókninni þar sem hann bæði skoraði og lagði upp mörk. Þá skoruðu Arnór Atlason og Ólafur Stefánsson mikilvæg mörk undir lokin og í framlengingunum. Besti maður vallarins var þó Nándor Fazekas í marki Ungverja sem varði 25 skot. Þá spilaði vörn Ungverja virkilega vel og gerði sókn Íslands erfitt fyrir á löngum köflum. Stórskyttan László Nagy skoraði einnig mikilvæg mörk fyrir Ungverja sem spila til verðlauna á mótinu. Þátttöku Íslands er lokið. Frekari umfjöllun og viðtöl um leikinn koma inn á Vísi innan skamms. Handbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. Íslendingar voru undir lengst af leiknum en gáfust aldrei upp. Þeir komust yfir 27-26 þegar rúm ein og hálf mínúta lifði leiks og fengu vítakast þegar tíu sekúndur voru eftir marki yfir. Snorri Steinn Guðjónsson, sem sat annars á bekknum í dag, steig á punktinn en besti maður vallarins, Nándor Fazekas í marki Ungverja, varði frá Snorra. Ungverjar brunuðu upp og nýttu sér sofandahátt í vörn Íslands og jöfnuðu leikinn í blálokin. Aftur fengu Íslendingar gott tækifæri til þess að tryggja sér sigur í fyrri framlengingunni. Guðjón Valur Sigurðsson fór þá inn úr horninu fullsnemma í síðustu sókn Íslands en færið þröngt og Fazekas varði. Ungverjar fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn en skot László Nagy small í þverslánni. Í síðari framlengingunni náðu Ungverjar tveggja marka forskoti 34-32 sem Íslendingum tókst ekki að jafna. Ísland fékk 17 sekúndur til að jafna leikinn undir lokin en okkar menn náðu ekki að skapa sér almennilegt færi. Sókninni lauk með undirhandarskoti frá Aroni Pálmarssyni en framhjá markinu fór boltinn. Ungverjar fögnuðu en íslensku strákarnir og þjóðin í sárum. Tapið er vægast sagt grátlegur endir á frábærri frammistöðu íslenska landsliðsins í London. Liðið var lengi í gang í dag og ýmislegt sem vantaði í leik liðsins. Þrátt fyrir mótlætið héldu okkar menn haus, jöfnuðu leikinn endurtekið en misstu Ungverja jafnóðum fram úr sér á ný. Sérstaklega voru dýrkeyptar þær mínútur sem Íslendingar voru manni fleiri án þess að nýta sér það. Hreiðar Levý Guðmundsson átti frábæra innkomu í síðari hálfleikinn í marki Íslands. Segja má að hann hafi kveikt neistann sem vantaði en Ísland var fjórum mörkum undir í hálfleik. Aron Pálmarsson var sjóðandi heitur lengi vel í sókninni þar sem hann bæði skoraði og lagði upp mörk. Þá skoruðu Arnór Atlason og Ólafur Stefánsson mikilvæg mörk undir lokin og í framlengingunum. Besti maður vallarins var þó Nándor Fazekas í marki Ungverja sem varði 25 skot. Þá spilaði vörn Ungverja virkilega vel og gerði sókn Íslands erfitt fyrir á löngum köflum. Stórskyttan László Nagy skoraði einnig mikilvæg mörk fyrir Ungverja sem spila til verðlauna á mótinu. Þátttöku Íslands er lokið. Frekari umfjöllun og viðtöl um leikinn koma inn á Vísi innan skamms.
Handbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni