Golf

Myndaveisla frá Einvíginu á Nesinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnór Ingi slær úr glompunni.
Arnór Ingi slær úr glompunni. Mynd/Daníel
Þórður Rafn Gissurarson kom, sá og sigraði í Einvíginu á Nesinu sem fram fór í dag. Bráðabana þurfti til að knýja fram úrslit þar sem Arnór Ingi Finnbjörnsson, félagi Þórðar úr GR, mátti játa sig sigraðan.

Í bráðabananum þurftu kapparnir að slá upp úr glompu en sá sem kæmist nær pinna bæri sigur úr býtum. Arnór Ingi byrjaði en skot hans var of langt og fór yfir flötina. Þórður Rafn setti boltann inn á miðja flöt og tryggði sér sætan sigur.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis og golfáhugamaður með meiru, fylgdist með gangi mála á Nesvellinum og tók þessar myndir.


Tengdar fréttir

Örn Ævar sjóðandi heitur í höggleiknum

Örn Ævar Hjartarson úr GS sigraði í höggleik Einvígisins á Nesinu sem leikinn var á Nesvellinum í morgun. Örn Ævar spilaði holurnar níu á 31 höggi eða fimm undir pari vallarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×