McIlroy blés á gagnrýni með sigri á PGA-meistaramótinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2012 09:15 Nordicphotos/Getty Norður-Írinn Rory McIlroy vann í gær sigur á PGA-meistaramótinu í golfi sem fram fór á Kiawah eyju í Suður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum. Yfirburðir McIlroy voru miklir en hann sigraði á þrettán höggum undir pari samanlagt eða átta höggum á undan Englendingnum David Lynn sem varð annar. McIlroy spilaði gallalaust golf í gær þar sem hann fékk sex fugla og tólf pör. Þetta er annar sigur McIlroy á risamóti í golfi en hann vann sigur á opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Síðan þá hefur hann átt nokkuð erfitt uppdráttar þar sem hann komst meðal annars ekki í gegnum niðurskurðinn í titilvörn sinni á opna bandaríska og hafnaði í 60. sæti á opna breska í síðasta mánuði. „Ég hef verið nokkuð pirraður með frammistöðu mína á golfvellinum framan á ári en nokkrir fjölmiðlamenn voru þó að hringja viðvörunarbjöllunum að ástæðulausu," sagði McIlroy um gagnrýnina. McIlroy byrjaði í ástarsambandi með dönsku tennisstjörnunni Caroline Wozniacki fyrir um ári síðan og ýmsir talið hann í kjölfarið ekki nógu duglegan á æfingasvæðinu. „Ég held að það hafi ekki verið til betri leið til þess að svara þessari gagnrýni. Ef ég á að vera hreinskilinn þá kom hún mér í gírinn," sagði McIlroy. Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy vann í gær sigur á PGA-meistaramótinu í golfi sem fram fór á Kiawah eyju í Suður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum. Yfirburðir McIlroy voru miklir en hann sigraði á þrettán höggum undir pari samanlagt eða átta höggum á undan Englendingnum David Lynn sem varð annar. McIlroy spilaði gallalaust golf í gær þar sem hann fékk sex fugla og tólf pör. Þetta er annar sigur McIlroy á risamóti í golfi en hann vann sigur á opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Síðan þá hefur hann átt nokkuð erfitt uppdráttar þar sem hann komst meðal annars ekki í gegnum niðurskurðinn í titilvörn sinni á opna bandaríska og hafnaði í 60. sæti á opna breska í síðasta mánuði. „Ég hef verið nokkuð pirraður með frammistöðu mína á golfvellinum framan á ári en nokkrir fjölmiðlamenn voru þó að hringja viðvörunarbjöllunum að ástæðulausu," sagði McIlroy um gagnrýnina. McIlroy byrjaði í ástarsambandi með dönsku tennisstjörnunni Caroline Wozniacki fyrir um ári síðan og ýmsir talið hann í kjölfarið ekki nógu duglegan á æfingasvæðinu. „Ég held að það hafi ekki verið til betri leið til þess að svara þessari gagnrýni. Ef ég á að vera hreinskilinn þá kom hún mér í gírinn," sagði McIlroy.
Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira