Sjónlistalíf á Akureyri Þóroddur Bjarnason skrifar 10. ágúst 2012 21:30 ''Ég skrapp til Balí'' vakti ánægju myndlistargagnrýnanda. Listagilið á Akureyri iðar af myndlistar- og sjónlistalífi þessa dagana, upp úr og niður úr. Í gilinu sjálfu er sýning sem ber heitið Textílbomban þar sem 35 norðlenskir textíllistamenn, listnemar á listnámsbraut VMA, Álfkonur (áhugaljósmyndarar) og sérsveit ungs fólks, eins og það er orðað í sýningarskrá, sýna verk sín. Verkin hanga flest á snúrum sem strengdar eru yfir gilið en verkunum er einnig komið fyrir á gangstéttum og veggjum í gilinu og fleiri stöðum. Í heildina er tilkomumest að horfa á textílbombuna ofan frá, þ.e. standandi ofarlega í listagilinu, en neðan frá lítur bomban fremur tuskulega út, nánast eins og þvottur hafi gleymst úti á snúru. Þarna er spurning hvort ekki hefði farið betur að stýra upphenginu betur í stað þess að demba öllu í einn graut. Það er þó vel þess virði, fyrir forvitnissakir, að rölta upp að stærsta fána Íslands ofarlega í gilinu sem þar hangir í 12 metra langri flaggstöng, en fáninn er unninn af fjórum textíllistakonum sem kenna sig við Tíuna, vinnustofu í Listagili. Í sundlaug Akureyrar, sem má segja að sé efst í gilinu, stendur yfir hin líflega sýning Dýfurnar þar sem myndlistarmenn, listnemar og börn sýna verk sín. Sú sýning er, eins og Textílbomban, í umsjón Sjónlistamiðstöðvar Akureyrar sem starfrækt er í Listagilinu, en undir miðstöðina heyrir Listasafn Akureyrar, Deiglan og Ketilhúsið. Dýfurnar er sýning af því taginu þar sem myndlistin er "færð út til fólksins" til að hrista upp í umhverfinu, eins og góð myndlist á að gera. Fjöldi verka er á sýningunni, frammi í afgreiðslu, inni í klefum og hvarvetna eiginlega sem hægt er að koma henni fyrir með góðu móti. Íslenski þjóðsöngurinn unninn í tré hangir í allri sinni dýrð við annan enda laugarinnar. Verkið er eftir nemendur Hlíðarskóla á Akureyri. Upphafinn söngurinn passar einhvern veginn illa inn í sundlaugarumhverfið, en er kannski góður þarna einmitt þess vegna. Enginn sko sérstakur, sem er listamannsnafn forstöðumanns Sjónlistamiðstöðvarinnar, Hannesar Sigurðssonar, á einnig bráðskemmtilegt verk á sýningunni ásamt Svanfríði Ingvadóttur, verslunarstjóra Pier á Akureyri, sem ég get mér til að hafi skaffað eitthvað af húsgögnunum og myndunum sem verkið samanstendur af. Verkið heitir: Ég skrapp til Balí. Á skilti segir að verkið sé aðeins fyrir alla 18 ára og eldri og fjórir komist þar fyrir í einu. Ég var svo heppinn að tveir kaffibrúnir sundlaugargestir sátu í sólbaði í verkinu, en án þátttöku er verkið ekki fullgert, enda er verkið þátttökugjörningur, eins og tekið er fram á skiltinu. Þarna er sem sagt hægt að skreppa til Balí rétt sem snöggvast en verkið er í anda "total installation" Kabakov hjóna, Þorvaldar Þorsteinssonar o.fl. listamanna. Í listagilinu, beggja vegna götunnar eru svo ein sex sýningarrými fyrir myndlist þar sem nær alls staðar standa yfir sýningar þessa dagana, Listasafn Akureyrar, Populus Tremula, salur Myndlistarfélagsins eða Gallerí Box, Ketilhúsið, Mjólkurbúðin og Deiglan. Í Deiglunni sýnir listakonan Hildur María Hansdóttir heklaðar marglitar gólfmottur, sem einnig fara vel á vegg, enda hanga þær allar uppi á vegg á sýningunni. Þetta er endurvinnslulist þar sem efniviðurinn í motturnar er notuð föt af fatamörkuðum bæjarins sem rifin hafa verið niður í strimla. Sýning Hildar Maríu ber heitið Í björtu og verkin bera ljóðræna titla flest hver. Í Andalúsíu leika sólríkir litatónar aðalhlutverkið, í Hafspegli eru litbrigði hafsins rannsökuð og svo framvegis. Verkin á sýningunni eru misjafnlega stór, og lítið eitt óregluleg í lögun, sem gefur þeim karakter, þó svo þau séu öll nema eitt ferhyrnd. Bestu verkin á sýningunni eru hin litfagra motta Lágheiði 2 og Malbik, en í þeim nær listamaðurinn trúverðugum tökum á viðfangsefninu. Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Listagilið á Akureyri iðar af myndlistar- og sjónlistalífi þessa dagana, upp úr og niður úr. Í gilinu sjálfu er sýning sem ber heitið Textílbomban þar sem 35 norðlenskir textíllistamenn, listnemar á listnámsbraut VMA, Álfkonur (áhugaljósmyndarar) og sérsveit ungs fólks, eins og það er orðað í sýningarskrá, sýna verk sín. Verkin hanga flest á snúrum sem strengdar eru yfir gilið en verkunum er einnig komið fyrir á gangstéttum og veggjum í gilinu og fleiri stöðum. Í heildina er tilkomumest að horfa á textílbombuna ofan frá, þ.e. standandi ofarlega í listagilinu, en neðan frá lítur bomban fremur tuskulega út, nánast eins og þvottur hafi gleymst úti á snúru. Þarna er spurning hvort ekki hefði farið betur að stýra upphenginu betur í stað þess að demba öllu í einn graut. Það er þó vel þess virði, fyrir forvitnissakir, að rölta upp að stærsta fána Íslands ofarlega í gilinu sem þar hangir í 12 metra langri flaggstöng, en fáninn er unninn af fjórum textíllistakonum sem kenna sig við Tíuna, vinnustofu í Listagili. Í sundlaug Akureyrar, sem má segja að sé efst í gilinu, stendur yfir hin líflega sýning Dýfurnar þar sem myndlistarmenn, listnemar og börn sýna verk sín. Sú sýning er, eins og Textílbomban, í umsjón Sjónlistamiðstöðvar Akureyrar sem starfrækt er í Listagilinu, en undir miðstöðina heyrir Listasafn Akureyrar, Deiglan og Ketilhúsið. Dýfurnar er sýning af því taginu þar sem myndlistin er "færð út til fólksins" til að hrista upp í umhverfinu, eins og góð myndlist á að gera. Fjöldi verka er á sýningunni, frammi í afgreiðslu, inni í klefum og hvarvetna eiginlega sem hægt er að koma henni fyrir með góðu móti. Íslenski þjóðsöngurinn unninn í tré hangir í allri sinni dýrð við annan enda laugarinnar. Verkið er eftir nemendur Hlíðarskóla á Akureyri. Upphafinn söngurinn passar einhvern veginn illa inn í sundlaugarumhverfið, en er kannski góður þarna einmitt þess vegna. Enginn sko sérstakur, sem er listamannsnafn forstöðumanns Sjónlistamiðstöðvarinnar, Hannesar Sigurðssonar, á einnig bráðskemmtilegt verk á sýningunni ásamt Svanfríði Ingvadóttur, verslunarstjóra Pier á Akureyri, sem ég get mér til að hafi skaffað eitthvað af húsgögnunum og myndunum sem verkið samanstendur af. Verkið heitir: Ég skrapp til Balí. Á skilti segir að verkið sé aðeins fyrir alla 18 ára og eldri og fjórir komist þar fyrir í einu. Ég var svo heppinn að tveir kaffibrúnir sundlaugargestir sátu í sólbaði í verkinu, en án þátttöku er verkið ekki fullgert, enda er verkið þátttökugjörningur, eins og tekið er fram á skiltinu. Þarna er sem sagt hægt að skreppa til Balí rétt sem snöggvast en verkið er í anda "total installation" Kabakov hjóna, Þorvaldar Þorsteinssonar o.fl. listamanna. Í listagilinu, beggja vegna götunnar eru svo ein sex sýningarrými fyrir myndlist þar sem nær alls staðar standa yfir sýningar þessa dagana, Listasafn Akureyrar, Populus Tremula, salur Myndlistarfélagsins eða Gallerí Box, Ketilhúsið, Mjólkurbúðin og Deiglan. Í Deiglunni sýnir listakonan Hildur María Hansdóttir heklaðar marglitar gólfmottur, sem einnig fara vel á vegg, enda hanga þær allar uppi á vegg á sýningunni. Þetta er endurvinnslulist þar sem efniviðurinn í motturnar er notuð föt af fatamörkuðum bæjarins sem rifin hafa verið niður í strimla. Sýning Hildar Maríu ber heitið Í björtu og verkin bera ljóðræna titla flest hver. Í Andalúsíu leika sólríkir litatónar aðalhlutverkið, í Hafspegli eru litbrigði hafsins rannsökuð og svo framvegis. Verkin á sýningunni eru misjafnlega stór, og lítið eitt óregluleg í lögun, sem gefur þeim karakter, þó svo þau séu öll nema eitt ferhyrnd. Bestu verkin á sýningunni eru hin litfagra motta Lágheiði 2 og Malbik, en í þeim nær listamaðurinn trúverðugum tökum á viðfangsefninu.
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira