Luka Modric er orðinn leikmaður Real Madrid en hann er búinn að standast læknisskoðun á Santiago Bernabeu og hefur skrifað undir fimm ára samning við spænska félagið.
„Ég er mjög ánægður og stoltur að vera kominn til stærsta og flottasta félags í heimi. Ég er mjög spenntur," sagði Luka Modric.
Luka Modric kom til Tottenham árið 2008 frá Dinamo Zagreb og kostaði þá 16,5 milljónir punda.
Real Madrid og Tottenham hafa auka þess gert með sér samkomulag um frekari samvinnu á næstu árum hvað varðar leikmenn, þjálfara og almenn viðskipti.
Modric stóðst læknisskoðun hjá Real og skrifaði undir fimm ára samning
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti



Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn

