Sölvi Geir Ottesen var hetja danska liðsins FCK í dag er hann skoraði sigurmark liðsins gegn Randers í uppbótartíma.
FCK lenti 2-1 undir og þegar komið var fram á 90. mínútu var ekkert sem benti til annars en að Randers myndi hafa sigur.
Leikmenn FCK neituðu að gefast upp. Andreas Cornelius jafnaði á 90. mínútu og Sölvi Geir tryggði liðinu sigur skömmu síðar. Ótrúleg endurkoma.
Þetta var fyrsti leikur Sölva í liðinu í nokkurn tíma en hann hefur verið meiddur. Ragnar Sigurðsson fór á bekkinn þar sem Sölvi var tekinn inn í liðið.
FCK er sem fyrr á toppi deildarinnar.
Sölvi tryggði FCK dramatískan sigur í uppbótartíma

Mest lesið








Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn

Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti
