Leiða gesti inn í heim vændis 22. ágúst 2012 20:00 Vilborg, Eva Björk, Aðalbjörg og Eva Rán lögðust í heilmikla rannsóknarvinnu á vændi í Reykjavík við gerð verksins Downtown 24/7. fréttablaðið/valli Á föstudag og laugardag verða nokkrar sýningar á nýju og áleitnu verki Kviss Búmm Bang, Downtown 24/7. Þar fá þátttakendur að kynnast heimi sem fáir vilja kannast við - heimi vændis á götum Reykjavíkur. Framandverkaflokkurinn Kviss Búmm Bang frumsýnir á föstudaginn verkið Downtown 24/7. Það eru þær Eva Rún Snorradóttir, Vilborg Ólafsdóttir og Eva Björk Kaaber sem tilheyra hópnum en í þetta sinn hafa þær fengið til liðs við sig leikkonuna Aðalbjörgu Árnadóttur. "Við erum orðnar eins og þríhöfða þurs, löngu farnar að hugsa eins og tala eins, þannig að það var mjög gott að fá ferskan andblæ inn í samstarfið," segir Vilborg um ástæðu þess að þær hleyptu utanaðkomandi konu að þríeykinu. Downtown 24/7 tekur á vændi á Íslandi á vafalaust ögrandi og krefjandi hátt fyrir áhorfendureða þátttakendur öllu heldur, þar sem sýningar Kviss Búmm Bang eru ekki með hefðbundnu sambandi leikara og áhorfenda. Verk Kviss Búmm Bang fjalla alla jafna um málefni sem brenna á liðskonum hópsins, þær hafa rannsakað þau og skapað út frá þeim rannsóknum einhvers konar félagslegan strúktúr sem þátttakendur verða partur af. "Við vildum skoða ástæður þess að fólk fer út í vændi og afleiðingar þess. Við vorum svo heppnar að fá til liðs við okkur þrjár konur sem tilheyra svokölluðum Svanahópi í Kristínarhúsi, en það er stuðningshópur fyrir konur sem vilja komast út úr vændi. Við komumst að því að nær allar konurnar sem leitað hafa í Kristínarhús höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það er því oft slíkt ofbeldi og fátækt sem leiðir konur út í vændi. Þær glíma oft við áfallastreituröskun og mikla félagsfælni, enda er það augljóslega erfitt hér á Íslandi að vera stöðugt að mæta viðskiptavinum sínum, til dæmis þegar þeir eru úti á gangi með konum sínum og börnum," segir Vilborg. Hún segir margt hafa komið óþægilega á óvart við vinnslu verksins. "Við komumst að því að almennt hafa menn sem kaupa vændi þörf fyrir að gera konuna ómennska á einhvern hátt. Þeir vilja helst ekki vita að þær séu dætur einhvers eða systur. Það er markmið okkar með þessu verki að raddir þessara kvenna fái að heyrast og gera þær mennskar aftur," segir Vilborg. Hún vill ekki fara nánar út í efnistök Downtown 24/7, enda megi ekki spilla upplifun þátttakenda, og ekki fæst einu sinni uppgefið hvar viðburðurinn verður, en það fá eingöngu þátttakendur að vita. Þess má geta að á sunnudaginn klukkan 13 verður blásið til málþings í Tjarnarbíói, þar sem fjallað verður um kynferðisofbeldi. Þar munu liðskonur Kviss Búmm Bang taka til máls, auk fulltrúa frá Stígamótum og írska hópnum Brokentalkers, sem einnig kemur fram á LÓKAL. Eftir nokkrar vikur er svo væntanleg bók sem sýnir ferlið í heild, frá því undirbúningur að verkinu hófst og þar til það var tekið til sýninga. Menning Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á föstudag og laugardag verða nokkrar sýningar á nýju og áleitnu verki Kviss Búmm Bang, Downtown 24/7. Þar fá þátttakendur að kynnast heimi sem fáir vilja kannast við - heimi vændis á götum Reykjavíkur. Framandverkaflokkurinn Kviss Búmm Bang frumsýnir á föstudaginn verkið Downtown 24/7. Það eru þær Eva Rún Snorradóttir, Vilborg Ólafsdóttir og Eva Björk Kaaber sem tilheyra hópnum en í þetta sinn hafa þær fengið til liðs við sig leikkonuna Aðalbjörgu Árnadóttur. "Við erum orðnar eins og þríhöfða þurs, löngu farnar að hugsa eins og tala eins, þannig að það var mjög gott að fá ferskan andblæ inn í samstarfið," segir Vilborg um ástæðu þess að þær hleyptu utanaðkomandi konu að þríeykinu. Downtown 24/7 tekur á vændi á Íslandi á vafalaust ögrandi og krefjandi hátt fyrir áhorfendureða þátttakendur öllu heldur, þar sem sýningar Kviss Búmm Bang eru ekki með hefðbundnu sambandi leikara og áhorfenda. Verk Kviss Búmm Bang fjalla alla jafna um málefni sem brenna á liðskonum hópsins, þær hafa rannsakað þau og skapað út frá þeim rannsóknum einhvers konar félagslegan strúktúr sem þátttakendur verða partur af. "Við vildum skoða ástæður þess að fólk fer út í vændi og afleiðingar þess. Við vorum svo heppnar að fá til liðs við okkur þrjár konur sem tilheyra svokölluðum Svanahópi í Kristínarhúsi, en það er stuðningshópur fyrir konur sem vilja komast út úr vændi. Við komumst að því að nær allar konurnar sem leitað hafa í Kristínarhús höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það er því oft slíkt ofbeldi og fátækt sem leiðir konur út í vændi. Þær glíma oft við áfallastreituröskun og mikla félagsfælni, enda er það augljóslega erfitt hér á Íslandi að vera stöðugt að mæta viðskiptavinum sínum, til dæmis þegar þeir eru úti á gangi með konum sínum og börnum," segir Vilborg. Hún segir margt hafa komið óþægilega á óvart við vinnslu verksins. "Við komumst að því að almennt hafa menn sem kaupa vændi þörf fyrir að gera konuna ómennska á einhvern hátt. Þeir vilja helst ekki vita að þær séu dætur einhvers eða systur. Það er markmið okkar með þessu verki að raddir þessara kvenna fái að heyrast og gera þær mennskar aftur," segir Vilborg. Hún vill ekki fara nánar út í efnistök Downtown 24/7, enda megi ekki spilla upplifun þátttakenda, og ekki fæst einu sinni uppgefið hvar viðburðurinn verður, en það fá eingöngu þátttakendur að vita. Þess má geta að á sunnudaginn klukkan 13 verður blásið til málþings í Tjarnarbíói, þar sem fjallað verður um kynferðisofbeldi. Þar munu liðskonur Kviss Búmm Bang taka til máls, auk fulltrúa frá Stígamótum og írska hópnum Brokentalkers, sem einnig kemur fram á LÓKAL. Eftir nokkrar vikur er svo væntanleg bók sem sýnir ferlið í heild, frá því undirbúningur að verkinu hófst og þar til það var tekið til sýninga.
Menning Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira