Fótbolti

D er Dauðariðillinn | Real og Man. City mætast

Úrslitaleikurinn verður spilaður á Wembley.
Úrslitaleikurinn verður spilaður á Wembley.
Í dag var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Dauðariðillinn er að sjálfsögðu D-riðillinn. Þar mætast meðal annars Real Madrid og Manchester City. Lið Kolbeins Sigþórssonar, Ajax, er einnig í riðlinum sem og Þýskalandsmeistarar Dortmund.

Evrópumeistarar Chelsea geta ekki kvartað yfir sínum riðli en riðill Arsenal er ansi jafn.

Man. Utd fékk fínan riðil eins og svo oft áður. Leið þeirra í sextán liða úrslitin ætti að vera nokkið greið. Hún átti reyndar að vera það líka í fyrra en það átti ekki að vera. Leikmenn liðsins eru væntanlega minnugir þess.

Riðlarnir líta svona út:

A-riðill: Porto, Dynamo Kiev, PSG, Dinamo Zagreb.

B-riðill: Arsenal, Schalke, Olympiacos, Montpellier.

C-riðill: AC Milan, Zenit St. Petersburg, Anderlecht, Malaga.

D-riðill: Real Madrid, Manchester City, Ajax, Dortmund.

E-riðill: Chelsea, Shaktar Donetsk, Juventus, Nordsjælland.

F-riðill: Bayern München, Valencia, Lille, BATE Borisov.

G-riðill: Barcelona, Benfica, Spartak Moskva, Celtic.

H-riðill: Manchester United, Braga, Galatasaray, Cluj.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×