Það vakti ánægju ljósmyndara þegar Kate Hudson mætti á rauða dregilinn á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í gær.
Það sem vakti hinsvegar meiri ánægju var að sjá leikkonuna klædda í buxnadragt sem minnti á sjöunda áratuginn en það er stíll sem hún tileinkaði sér oftar en ekki í byrjun ferilsins.
Dragtin sem Hudson klæddist var hvít og kemur frá tískurisanum Gucci, buxurnar skósíðar og jakkinn opinn.
Dásamleg í buxnadragt
