Víkingur frá Ólafsvík er kominn með annan fótinn í Pepsi-deild karla eftir 1-0 sigur á ÍR í dag. ÍR-ingar eru fyrir vikið fallnir úr 1. deildinni.
Víkingur er með 38 stig í öðru sæti deildarinnar, sex stigum á undan næsta liðí þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið þarf því eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum til að tryggja sæti sitt í deildinn.
KA er í þriðja sæti deildarinnar en liðið mætir einmitt Víkingi Ó í næstu umferð.
Leiknir vann svo afar mikilvægan sigur á BÍ/Bolungarvík, 2-1, og hélt því vonum sínum um að halda sæti sínu í deildinni á lífi. Leiknir er með nítján stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Víkingur R vann svo 1-0 sigur á Þrótti. Bæði lið eru um miðja deild með 27 stig hvort. BÍ/Bolungarvík er í níunda sæti með 22 stig, einu meira en Höttur, en fram undan er hörð fallbarátta í báðum liðum.
Þess má geta að Höttur og Leiknir mætast á laugardaginn, þegar næstsíðasta umferðin fer fram, í afar mikilvægum leik í botnbaráttunni.
Úrslit dagsins:
Víkingur Ó - ÍR 1-0
1-0 Guðmundur Magnússon (36.)
Leiknir - BÍ/Bolungarvík 2-1
1-0 Hilmar Árni Halldórsson (44.)
2-0 Óttar Bjarni Guðmundsson (46.)
2-1 Ingimar Elí Hlynsson (83.)
Þróttur - Víkingur R 0-1
0-1 Viktor Jónsson (19.)
Markaskorarar frá úrslit.net.
Víkingur Ó færist nær Pepsi-deildinni | ÍR fallið
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun
Enski boltinn






Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn