Það var skemmtileg stemmning baksviðs á Hailwood tískusýningunni á tísuvikunni í Nýja Sjálandi á dögunum þar sem haust og vetrartískan var sýnd fyrir næsta ár.
Förðunin var einstaklega falleg en fyrirsæturnar voru allar með glóandi kinnar og glansandi augnförðun í brúnum tónum. Augabrúnir voru þykkar og farðinn var þunnur. Mjög náttúruleg stemmning.
Í meðfylgjandi myndasafni má sjá myndirnar sem teknar voru baksviðs.
