Fótbolti

Magath ósáttur með Brassana hjá sér: Þeir gefa bara á hvern annan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Felix Magath.
Felix Magath. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Felix Magath, þjálfari þýska liðsins VfL Wolfsburg, er alltaf óhræddur við að segja sína skoðun og hikar ekki við að gagnrýna sína eigin leikmenn. Wolfsburg steinlá 4-0 á heimavelli á móti Hannover um helgina og Magath var ekki sáttur í viðtölum við fjölmiðla.

„Brasilíumennirnir okkar gefa bara á hvern annan. Þeir meina ekkert illt með þessu og það er kannski hægt að skilja þetta frá mannlegum forsendum en þessu verðum við að breyta," sagði Felix Magath.

„Ég sá þetta ekki svo greinilega á meðan leiknum stóð en myndvinnslumaðurinn minn benti mér á þetta," sagði Magath en hann byrjaði með fjóra Brasilíumenn í leiknum: Fagner, Naldo, Diego og Josue.

Annað mark Hannover kom eftir misheppnaða sendingu frá Josue. „Hann vildi gefa hann á Diego þótt að Marcel Schaefer væri í miklu betri stöðu," sagði Magath.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×