Leikkonan Mila Kunis var vægast sagt afslöppuð að sjá á dögunum er hún þræddi um götur Kaliforníu, kíkti í búðir og fór á snyrtistofu að láta lagfæra neglurnar.
Kærastinn Ashton Kutcher var hvergi sjáanlegur en athygli vakti að karlmannsvinur var með henni í för.
Leikkonan var hversdagsleg til fara í flatbotna skóm og magabol eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Hún lét ljósmyndara ekki raska ró sinni.

