Kristján og Tinna halda forystunni á Símamótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2012 19:13 Kristján Þór Einarsson. Mynd/GSÍmyndir.net Keilisfólkið Kristján Þór Einarsson og Tinna Jóhannsdóttir eru áfram efst eftir tvo hringi á Síma mótinu í golfi sem fer fram á Grafarholtsvelli og er lokamót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni. Bæði voru þau Kristján og Tinna með forustu eftir fyrstu 18 holurnar en alls voru spilaðar 36 holur í dag. Síðasti hringurinn fer síðan fram á morgun.Kristján Þór Einarsson lék tvo fyrstu hringina á 144 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann er með tveggja högga forskot á Hlyn Geir Hjartarson úr GOS sem er í öðru sætinu. Þrír eru svo jafnir í 3. til 5. sæti en það eru þeir Magnús Lárusson, Einar Haukur Óskarsson og Fannar Ingi Steingrímsson. Hlynur Geir er í góðri stöðu til að tryggja sér stigameistaratitilinn þar sem að Haraldur Franklín Magnús úr GR, tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili og efsti maður á stigalista karla keppir ekki á lokamótinu. Hlynur var í 2. sæti á stigalistanum og fær mesta samkeppnina frá þeim Þórði Rafni Gissurarsyni úr GR og Rúnari Arnórssyni úr GK í baráttunni um stigameistaratitilinn. Bjarki Pétursson úr GB lék best á öðrum hring en hann lék á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann bætti sig um tíu högg frá því á fyrsta hring og lyfti sér upp í 5.-6. sæti. Aðstæður voru erfiðar í dag en talsverð rigning gerði kylfingum erfitt fyrir. Lokahringurinn fer fram á morgun.Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er í vænlegri stöðu fyrir lokahringinn. Tinna er samtals á 150 höggum í dag eða átta höggum yfir pari eftir 36 holur sem leiknar voru í dag. Tinna lék fyrri hring dagsins á 76 höggum og síðari hringinn á 74 höggum. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er í öðru sæti á samtals 155 höggum eftir að hafa leikið á 80 og 75 höggum í dag. Signý Arnórsdóttir úr Keili er í þriðja sæti á 156 höggum og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili í fjórða sæti á 157 höggum.Staða efstu kylfinga í karlaflokki: 1. Kristján Þór Einarsson, GK 69-75=144 +2 2. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 75-71=146 +4 3.-4. Magnús Lárusson, GKJ 72-75=147 +5 3.-4. Einar Haukur Óskarsson, GK 71-76=147 +5 5.-6. Þórður Rafn Gissurarson, GR 73-75=148 +6 5.-6. Bjarki Pétursson, GB 79-69=148 +6 7. Kjartan Dór Kjartansson, GKG 75-74=149 +7 8. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 76-74=150 +8 9.-11. Andri Már Óskarsson, GHR 78-74=152 +10 9.-11. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG 78-74=152 +10 9.-11. Birgir Guðjónsson, GR 80-72=152 +10Staða efstu kylfinga í kvennaflokki: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK 76-74=150 +8 2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 80-75=155 +13 3. Signý Arnórsdóttir, GK 79-77=156 +14 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 77-80=157 +15 5. Karen Guðnadóttir, GS 82-77=159 +17 6. Guðrún Pétursdóttir, GR 80-82=162 +20 7.-9. Heiða Guðnadóttir, GKJ 84-86=170 +28 7.-9. Hansína Þorkelsdóttir, GKG 82-88=170 +28 7.-9.Sara Margrét Hinriksdóttir, GK 85-85=170 +28 10.-11. Ingunn Einarsdóttir, GKG 90-82=172 +30 10.-11. Hildur Rún Guðjónsdóttir, GK 85-87=172 +30 Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Keilisfólkið Kristján Þór Einarsson og Tinna Jóhannsdóttir eru áfram efst eftir tvo hringi á Síma mótinu í golfi sem fer fram á Grafarholtsvelli og er lokamót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni. Bæði voru þau Kristján og Tinna með forustu eftir fyrstu 18 holurnar en alls voru spilaðar 36 holur í dag. Síðasti hringurinn fer síðan fram á morgun.Kristján Þór Einarsson lék tvo fyrstu hringina á 144 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann er með tveggja högga forskot á Hlyn Geir Hjartarson úr GOS sem er í öðru sætinu. Þrír eru svo jafnir í 3. til 5. sæti en það eru þeir Magnús Lárusson, Einar Haukur Óskarsson og Fannar Ingi Steingrímsson. Hlynur Geir er í góðri stöðu til að tryggja sér stigameistaratitilinn þar sem að Haraldur Franklín Magnús úr GR, tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili og efsti maður á stigalista karla keppir ekki á lokamótinu. Hlynur var í 2. sæti á stigalistanum og fær mesta samkeppnina frá þeim Þórði Rafni Gissurarsyni úr GR og Rúnari Arnórssyni úr GK í baráttunni um stigameistaratitilinn. Bjarki Pétursson úr GB lék best á öðrum hring en hann lék á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann bætti sig um tíu högg frá því á fyrsta hring og lyfti sér upp í 5.-6. sæti. Aðstæður voru erfiðar í dag en talsverð rigning gerði kylfingum erfitt fyrir. Lokahringurinn fer fram á morgun.Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er í vænlegri stöðu fyrir lokahringinn. Tinna er samtals á 150 höggum í dag eða átta höggum yfir pari eftir 36 holur sem leiknar voru í dag. Tinna lék fyrri hring dagsins á 76 höggum og síðari hringinn á 74 höggum. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er í öðru sæti á samtals 155 höggum eftir að hafa leikið á 80 og 75 höggum í dag. Signý Arnórsdóttir úr Keili er í þriðja sæti á 156 höggum og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili í fjórða sæti á 157 höggum.Staða efstu kylfinga í karlaflokki: 1. Kristján Þór Einarsson, GK 69-75=144 +2 2. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 75-71=146 +4 3.-4. Magnús Lárusson, GKJ 72-75=147 +5 3.-4. Einar Haukur Óskarsson, GK 71-76=147 +5 5.-6. Þórður Rafn Gissurarson, GR 73-75=148 +6 5.-6. Bjarki Pétursson, GB 79-69=148 +6 7. Kjartan Dór Kjartansson, GKG 75-74=149 +7 8. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 76-74=150 +8 9.-11. Andri Már Óskarsson, GHR 78-74=152 +10 9.-11. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG 78-74=152 +10 9.-11. Birgir Guðjónsson, GR 80-72=152 +10Staða efstu kylfinga í kvennaflokki: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK 76-74=150 +8 2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 80-75=155 +13 3. Signý Arnórsdóttir, GK 79-77=156 +14 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 77-80=157 +15 5. Karen Guðnadóttir, GS 82-77=159 +17 6. Guðrún Pétursdóttir, GR 80-82=162 +20 7.-9. Heiða Guðnadóttir, GKJ 84-86=170 +28 7.-9. Hansína Þorkelsdóttir, GKG 82-88=170 +28 7.-9.Sara Margrét Hinriksdóttir, GK 85-85=170 +28 10.-11. Ingunn Einarsdóttir, GKG 90-82=172 +30 10.-11. Hildur Rún Guðjónsdóttir, GK 85-87=172 +30
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira