Kristján og Tinna halda forystunni á Símamótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2012 19:13 Kristján Þór Einarsson. Mynd/GSÍmyndir.net Keilisfólkið Kristján Þór Einarsson og Tinna Jóhannsdóttir eru áfram efst eftir tvo hringi á Síma mótinu í golfi sem fer fram á Grafarholtsvelli og er lokamót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni. Bæði voru þau Kristján og Tinna með forustu eftir fyrstu 18 holurnar en alls voru spilaðar 36 holur í dag. Síðasti hringurinn fer síðan fram á morgun.Kristján Þór Einarsson lék tvo fyrstu hringina á 144 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann er með tveggja högga forskot á Hlyn Geir Hjartarson úr GOS sem er í öðru sætinu. Þrír eru svo jafnir í 3. til 5. sæti en það eru þeir Magnús Lárusson, Einar Haukur Óskarsson og Fannar Ingi Steingrímsson. Hlynur Geir er í góðri stöðu til að tryggja sér stigameistaratitilinn þar sem að Haraldur Franklín Magnús úr GR, tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili og efsti maður á stigalista karla keppir ekki á lokamótinu. Hlynur var í 2. sæti á stigalistanum og fær mesta samkeppnina frá þeim Þórði Rafni Gissurarsyni úr GR og Rúnari Arnórssyni úr GK í baráttunni um stigameistaratitilinn. Bjarki Pétursson úr GB lék best á öðrum hring en hann lék á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann bætti sig um tíu högg frá því á fyrsta hring og lyfti sér upp í 5.-6. sæti. Aðstæður voru erfiðar í dag en talsverð rigning gerði kylfingum erfitt fyrir. Lokahringurinn fer fram á morgun.Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er í vænlegri stöðu fyrir lokahringinn. Tinna er samtals á 150 höggum í dag eða átta höggum yfir pari eftir 36 holur sem leiknar voru í dag. Tinna lék fyrri hring dagsins á 76 höggum og síðari hringinn á 74 höggum. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er í öðru sæti á samtals 155 höggum eftir að hafa leikið á 80 og 75 höggum í dag. Signý Arnórsdóttir úr Keili er í þriðja sæti á 156 höggum og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili í fjórða sæti á 157 höggum.Staða efstu kylfinga í karlaflokki: 1. Kristján Þór Einarsson, GK 69-75=144 +2 2. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 75-71=146 +4 3.-4. Magnús Lárusson, GKJ 72-75=147 +5 3.-4. Einar Haukur Óskarsson, GK 71-76=147 +5 5.-6. Þórður Rafn Gissurarson, GR 73-75=148 +6 5.-6. Bjarki Pétursson, GB 79-69=148 +6 7. Kjartan Dór Kjartansson, GKG 75-74=149 +7 8. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 76-74=150 +8 9.-11. Andri Már Óskarsson, GHR 78-74=152 +10 9.-11. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG 78-74=152 +10 9.-11. Birgir Guðjónsson, GR 80-72=152 +10Staða efstu kylfinga í kvennaflokki: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK 76-74=150 +8 2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 80-75=155 +13 3. Signý Arnórsdóttir, GK 79-77=156 +14 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 77-80=157 +15 5. Karen Guðnadóttir, GS 82-77=159 +17 6. Guðrún Pétursdóttir, GR 80-82=162 +20 7.-9. Heiða Guðnadóttir, GKJ 84-86=170 +28 7.-9. Hansína Þorkelsdóttir, GKG 82-88=170 +28 7.-9.Sara Margrét Hinriksdóttir, GK 85-85=170 +28 10.-11. Ingunn Einarsdóttir, GKG 90-82=172 +30 10.-11. Hildur Rún Guðjónsdóttir, GK 85-87=172 +30 Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Keilisfólkið Kristján Þór Einarsson og Tinna Jóhannsdóttir eru áfram efst eftir tvo hringi á Síma mótinu í golfi sem fer fram á Grafarholtsvelli og er lokamót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni. Bæði voru þau Kristján og Tinna með forustu eftir fyrstu 18 holurnar en alls voru spilaðar 36 holur í dag. Síðasti hringurinn fer síðan fram á morgun.Kristján Þór Einarsson lék tvo fyrstu hringina á 144 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann er með tveggja högga forskot á Hlyn Geir Hjartarson úr GOS sem er í öðru sætinu. Þrír eru svo jafnir í 3. til 5. sæti en það eru þeir Magnús Lárusson, Einar Haukur Óskarsson og Fannar Ingi Steingrímsson. Hlynur Geir er í góðri stöðu til að tryggja sér stigameistaratitilinn þar sem að Haraldur Franklín Magnús úr GR, tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili og efsti maður á stigalista karla keppir ekki á lokamótinu. Hlynur var í 2. sæti á stigalistanum og fær mesta samkeppnina frá þeim Þórði Rafni Gissurarsyni úr GR og Rúnari Arnórssyni úr GK í baráttunni um stigameistaratitilinn. Bjarki Pétursson úr GB lék best á öðrum hring en hann lék á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann bætti sig um tíu högg frá því á fyrsta hring og lyfti sér upp í 5.-6. sæti. Aðstæður voru erfiðar í dag en talsverð rigning gerði kylfingum erfitt fyrir. Lokahringurinn fer fram á morgun.Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er í vænlegri stöðu fyrir lokahringinn. Tinna er samtals á 150 höggum í dag eða átta höggum yfir pari eftir 36 holur sem leiknar voru í dag. Tinna lék fyrri hring dagsins á 76 höggum og síðari hringinn á 74 höggum. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er í öðru sæti á samtals 155 höggum eftir að hafa leikið á 80 og 75 höggum í dag. Signý Arnórsdóttir úr Keili er í þriðja sæti á 156 höggum og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili í fjórða sæti á 157 höggum.Staða efstu kylfinga í karlaflokki: 1. Kristján Þór Einarsson, GK 69-75=144 +2 2. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 75-71=146 +4 3.-4. Magnús Lárusson, GKJ 72-75=147 +5 3.-4. Einar Haukur Óskarsson, GK 71-76=147 +5 5.-6. Þórður Rafn Gissurarson, GR 73-75=148 +6 5.-6. Bjarki Pétursson, GB 79-69=148 +6 7. Kjartan Dór Kjartansson, GKG 75-74=149 +7 8. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 76-74=150 +8 9.-11. Andri Már Óskarsson, GHR 78-74=152 +10 9.-11. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG 78-74=152 +10 9.-11. Birgir Guðjónsson, GR 80-72=152 +10Staða efstu kylfinga í kvennaflokki: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK 76-74=150 +8 2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 80-75=155 +13 3. Signý Arnórsdóttir, GK 79-77=156 +14 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 77-80=157 +15 5. Karen Guðnadóttir, GS 82-77=159 +17 6. Guðrún Pétursdóttir, GR 80-82=162 +20 7.-9. Heiða Guðnadóttir, GKJ 84-86=170 +28 7.-9. Hansína Þorkelsdóttir, GKG 82-88=170 +28 7.-9.Sara Margrét Hinriksdóttir, GK 85-85=170 +28 10.-11. Ingunn Einarsdóttir, GKG 90-82=172 +30 10.-11. Hildur Rún Guðjónsdóttir, GK 85-87=172 +30
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira