Ragnar Sigurðsson lék allan vörninn í hjarta varnarinnar hjá FC Kaupmannahöfn er liðið vann 2-1 sigur á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Gestirnir komust yfir á Parken í viðbótartíma í fyrri hálfleik með sjálfsmarki og leiddu í hálfleik.
Tvö mörk á sex mínútna kafla í síðari hálfleik tryggðu heimamönnum stigin þrjú og gott forskot á toppi deildarinnar.
Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í toppbaráttu deildarinnar. Nordsjælland hefði með sigri getað náð FCK að stigum en í staðinn er munurinn sex stig.
Sölvi Geir Ottesen sat allan tímann á bekknum hjá FCK en hann hefur átt við meiðsli að stríða.
Ragnar lék allan leikinn í sigri FCK
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið








Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn

Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti
