Margrét Lára Viðarsdóttir lék í kvöld með Kristianstad þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Margrét Lára verður ekki með íslenska landsliðinu í mikilvægum leikjum á móti Norður-Írlandi og Noregi á næstu dögum þar sem hún gaf ekki kost á sér vegna meiðsla.
Margrét Lára kom hinsvegar inn á sem varamaður á 70. mínútu í kvöld og spilaði því síðustu tuttugu mínútur leiksins. Þegar hún kom inn á var staðan 1-0 fyrir Kristianstad en Emma Lundh jafnaði fyrir Linköping á 79. mínútu.
Sif Atladóttir og Katrín Ómarsdótitr voru báðar í byrjunarliði Elísabetar Gunnarsdóttur í kvöld en Katrín fór útaf á 87. mínútu. Kosovare Asllani kom Kristianstad í 1-0 á 40. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Susanne Moberg.
Margrét Lára spilaði með Kristianstad í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1


Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn



