Straumar frá Kinnarfjöllum Trausti Júlíusson skrifar 26. september 2012 13:30 Cheek Mountain Thief með plötuna Cheek Mountain Thief. Kimi Records. Cheek Mountain Thief er ensk-íslensk hljómsveit. Leiðtogi hennar, söngvari og lagasmiður er enskur, Mike Lindsay, en aðrir meðlimir eru íslenskir. Mike var í Lundúnasveitinni Tunng sem sendi frá sér fjórar stórar plötur á árunum 2005-2010 og vakti mikla athygli fyrir framsækna og tilraunakennda nýfolk-tónlist. Mike kom með Tunng til að spila á Iceland Airwaves árið 2010, kynntist stúlku og varð eftir. Tónlistina á þessari fyrstu plötu Cheek Mountain Thief samdi hann í bústað í nágrenni Húsavíkur. Þegar hann var kominn með efni fékk hann til liðs við sig nokkra húsvíska tónlistarmenn og stofnaði hljómsveitina Cheek Mountain Thief. Hún heitir eftir Kinnarfjöllum við Skjálfanda, en fjöllin blöstu við úr bústaðnum þar sem stór hluti plötunnar var tekinn upp. Þetta er mjög sterk plata. Tónlistin er eins og framhald af því sem Tunng var að gera. Lagasmíðarnar eru fínar og flutningurinn góður, en styrkur plötunnar kemur ekki síst frá hugmyndaríkum og skapandi útsetningum. Fiðla, trompet, klukkuspil, harmóníka og sílófónn koma við sögu, fyrir utan hefðbundin popphljóðfæri og margs konar slagverk. Auk hljómsveitarmeðlima koma nokkrir gestir við sögu og þeir eru ekki af verri endanum: Sindri úr Sin Fang, Mugison, Mr. Silla og Bartónar, karlakór Kaffibarsins. Á heildina litið er þetta firnagóð plata. Ein af mörgum frábærum íslenskum plötum ársins 2012. Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Cheek Mountain Thief með plötuna Cheek Mountain Thief. Kimi Records. Cheek Mountain Thief er ensk-íslensk hljómsveit. Leiðtogi hennar, söngvari og lagasmiður er enskur, Mike Lindsay, en aðrir meðlimir eru íslenskir. Mike var í Lundúnasveitinni Tunng sem sendi frá sér fjórar stórar plötur á árunum 2005-2010 og vakti mikla athygli fyrir framsækna og tilraunakennda nýfolk-tónlist. Mike kom með Tunng til að spila á Iceland Airwaves árið 2010, kynntist stúlku og varð eftir. Tónlistina á þessari fyrstu plötu Cheek Mountain Thief samdi hann í bústað í nágrenni Húsavíkur. Þegar hann var kominn með efni fékk hann til liðs við sig nokkra húsvíska tónlistarmenn og stofnaði hljómsveitina Cheek Mountain Thief. Hún heitir eftir Kinnarfjöllum við Skjálfanda, en fjöllin blöstu við úr bústaðnum þar sem stór hluti plötunnar var tekinn upp. Þetta er mjög sterk plata. Tónlistin er eins og framhald af því sem Tunng var að gera. Lagasmíðarnar eru fínar og flutningurinn góður, en styrkur plötunnar kemur ekki síst frá hugmyndaríkum og skapandi útsetningum. Fiðla, trompet, klukkuspil, harmóníka og sílófónn koma við sögu, fyrir utan hefðbundin popphljóðfæri og margs konar slagverk. Auk hljómsveitarmeðlima koma nokkrir gestir við sögu og þeir eru ekki af verri endanum: Sindri úr Sin Fang, Mugison, Mr. Silla og Bartónar, karlakór Kaffibarsins. Á heildina litið er þetta firnagóð plata. Ein af mörgum frábærum íslenskum plötum ársins 2012.
Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira