Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 25-28 Stefán Árni Pálsson í Mosfellsbæ skrifar 24. september 2012 15:25 ÍR-ingar komu sáu og sigruðu í Mosfellsbænum í kvöld þegar þeir unnu Aftureldingu, 28-25, í N1-deild karla en gestirnir léku sinn fyrsta leik í efstu deild í nokkur ár. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og voru virkilega ákveðnir í sínum sóknaaðgerðum. Fljótlega var staðan orðin 8-4 fyrir Aftureldingu og útlitið gott fyrir þá rauðu. ÍR-ingar mættu hreinlega ekki til leiks til að byrja með og virkuðu stressaðir. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust ÍR-ingar meira í takt við leikinn og fóru að spila góðan sóknarleik með Björgvin Hólmgeirsson í farabroddi. Hann lék sérstaklega vel og skoraði mörk úr öllum regnbogans litum. Allt í einu var staðan orðin 10-8 fyrir ÍR og sex mörk frá gestunum í röð staðreynd. Leikurinn var nokkuð jafn næstu mínútur og var því staðan 13-13 í hálfleik. Heimamenn voru einnig sterkari í upphafi síðari hálfleiksins og náðu fljótlega tveggja marka forystu en aldrei voru ÍR-ingar langt undan. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir að ná fastari tökum á leiknum og voru á köflum að sýna frábæran sóknarleik. Vörnin small saman og markvarslan í leiðinni. Gestirnir enduðu með að vinna öflugan þriggja marka sigur 28-25 og koma sterkir til leiks í deildinni. Aftureldingarmenn þurfa alls ekki að skammast sín fyrir frammistöðu sína í leiknum og börðust allan leikinn alveg til loka. Þetta verður líklega sögulega jöfn úrvalsdeild í vetur. Björgvin Hólmgeirsson: Sóknin small alveg saman í kvöldmynd/vilhelm„Þetta gekk bara nokkuð vel í kvöld," sagði Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var mjög kaflaskiptur leikurinn í kvöld en við byrjuðum skelfilega. Það var líklega um smá stress að ræða hjá okkur í byrjun leiks og leikurinn var hálfgerður barningur allan tíman". „Við höfum spilað fullt af æfingaleikjum í sumar og erum núna loksins að ná vel saman. Sóknarleikurinn small algjörlega saman í kvöld," sagði Björgvin Hólmgeirsson, sem skoraði tólf mörk í leiknum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Örn Ingi: Ég á eftir að vinna gamla í veturmynd/vilhelm„Að tapa þessum leik eru mikil vonbrigði en spilamennskan var samt sem áður þokkaleg," sagði Örn Ingi Bjarkason eftir leikinn í kvöld. „Við vorum virkilega kærulausir í lokin og fengum fína möguleika á því að minnka muninn en menn klikkuðu á ögurstundu". „Það er auðvitað virkilega fúlt að tapa fyrir pappa sínum og maður hafði einmitt dreymt um að vinna hann hér í þessu húsi, en það koma aðrir leikir eftir þennan og við eigum eftir að mæta honum á ný í vetur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að klikka hér. Bjarki: Við höfum verið að bæta okkur gríðarlega síðustu tvær vikurmynd/vilhelm„Það er að sjálfsögðu virkilega sterkt að vinna Aftureldingu sem hefur verið á miklu flugi að undanförnu," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við verðum samt að halda okkur niðri á jörðinni en ÍR er bara nýtt lið í efstu deild. Liðið er enn að reyna koma sér saman og menn að kynnast hvor öðrum". „Ég hef fundið það síðustu tvær vikur að liðið er að smella alltaf betur og betur saman og það er gríðarlega jákvætt". „Ég lagði þennan leik bara upp eins og hvern annan leik þrátt fyrir að vera mæta liði þar sem synir mínir eru leikmenn, þetta var samt sem áður nokkuð skrítinn tilfinning," sagði Bjarki að lokum.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Sjá meira
ÍR-ingar komu sáu og sigruðu í Mosfellsbænum í kvöld þegar þeir unnu Aftureldingu, 28-25, í N1-deild karla en gestirnir léku sinn fyrsta leik í efstu deild í nokkur ár. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og voru virkilega ákveðnir í sínum sóknaaðgerðum. Fljótlega var staðan orðin 8-4 fyrir Aftureldingu og útlitið gott fyrir þá rauðu. ÍR-ingar mættu hreinlega ekki til leiks til að byrja með og virkuðu stressaðir. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust ÍR-ingar meira í takt við leikinn og fóru að spila góðan sóknarleik með Björgvin Hólmgeirsson í farabroddi. Hann lék sérstaklega vel og skoraði mörk úr öllum regnbogans litum. Allt í einu var staðan orðin 10-8 fyrir ÍR og sex mörk frá gestunum í röð staðreynd. Leikurinn var nokkuð jafn næstu mínútur og var því staðan 13-13 í hálfleik. Heimamenn voru einnig sterkari í upphafi síðari hálfleiksins og náðu fljótlega tveggja marka forystu en aldrei voru ÍR-ingar langt undan. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir að ná fastari tökum á leiknum og voru á köflum að sýna frábæran sóknarleik. Vörnin small saman og markvarslan í leiðinni. Gestirnir enduðu með að vinna öflugan þriggja marka sigur 28-25 og koma sterkir til leiks í deildinni. Aftureldingarmenn þurfa alls ekki að skammast sín fyrir frammistöðu sína í leiknum og börðust allan leikinn alveg til loka. Þetta verður líklega sögulega jöfn úrvalsdeild í vetur. Björgvin Hólmgeirsson: Sóknin small alveg saman í kvöldmynd/vilhelm„Þetta gekk bara nokkuð vel í kvöld," sagði Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var mjög kaflaskiptur leikurinn í kvöld en við byrjuðum skelfilega. Það var líklega um smá stress að ræða hjá okkur í byrjun leiks og leikurinn var hálfgerður barningur allan tíman". „Við höfum spilað fullt af æfingaleikjum í sumar og erum núna loksins að ná vel saman. Sóknarleikurinn small algjörlega saman í kvöld," sagði Björgvin Hólmgeirsson, sem skoraði tólf mörk í leiknum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Örn Ingi: Ég á eftir að vinna gamla í veturmynd/vilhelm„Að tapa þessum leik eru mikil vonbrigði en spilamennskan var samt sem áður þokkaleg," sagði Örn Ingi Bjarkason eftir leikinn í kvöld. „Við vorum virkilega kærulausir í lokin og fengum fína möguleika á því að minnka muninn en menn klikkuðu á ögurstundu". „Það er auðvitað virkilega fúlt að tapa fyrir pappa sínum og maður hafði einmitt dreymt um að vinna hann hér í þessu húsi, en það koma aðrir leikir eftir þennan og við eigum eftir að mæta honum á ný í vetur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að klikka hér. Bjarki: Við höfum verið að bæta okkur gríðarlega síðustu tvær vikurmynd/vilhelm„Það er að sjálfsögðu virkilega sterkt að vinna Aftureldingu sem hefur verið á miklu flugi að undanförnu," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við verðum samt að halda okkur niðri á jörðinni en ÍR er bara nýtt lið í efstu deild. Liðið er enn að reyna koma sér saman og menn að kynnast hvor öðrum". „Ég hef fundið það síðustu tvær vikur að liðið er að smella alltaf betur og betur saman og það er gríðarlega jákvætt". „Ég lagði þennan leik bara upp eins og hvern annan leik þrátt fyrir að vera mæta liði þar sem synir mínir eru leikmenn, þetta var samt sem áður nokkuð skrítinn tilfinning," sagði Bjarki að lokum.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Sjá meira