Veisla fyrir augu og eyru Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 24. september 2012 19:00 Ljóst var frá fyrstu stundu að vel var í tónleikana lagt, en Lúðrasveit Selfoss tók á móti gestum með skemmtilegum útsetningum á lögum sem hingað til hafa ekki verið tengd við lúðrasveitir. Að lúðrunum þögnuðum steig Nýdönsk á svið og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Ný og breytt útsending af Hjálpaðu mér upp hljómaði svona rétt til að koma því frá, eins og Björn Jörundur sagði að laginu leiknu. Tónleikarnir voru tvískiptir, fyrir hálfleik mátti heyra lög sem eru ekki endilega á meðal vinsælustu laga sveitarinnar, en hljómsveitarmeðlimi langaði að leika. Var þar margan gullmolann að finna sem kom á óvart. Í síðari hálfleik var síðan gefið meira í og fjörið keyrt áfram þar til yfir lauk. Eflaust söknuðu einhverjir uppáhaldslagsins síns, en þegar lagalistinn er jafn góður og raun ber vitni hjá Nýdönsk er slíkt óhjákvæmilegt. Hljómsveitin hefur greinilega ákveðið að gera þetta almennilega, fyrst verið var að þessu á annað borð. Hún var í fantaformi og aðdáunarvert var að fylgjast með samspili þeirra Björns Jörundar og Daníels Ágústs. Fjöldi gesta steig á svið; Hjaltalín, Unnsteinn Manúel, Urður Hákonardóttir, KK, Svanhildur Ólafsdóttir, að ógleymdum Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Sigurði Flosasyni. Og skemmst er að segja frá því að frábærlega tókst til. Svona eiga afmælisveislur að vera, veisla fyrir augu og eyru. Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Ljóst var frá fyrstu stundu að vel var í tónleikana lagt, en Lúðrasveit Selfoss tók á móti gestum með skemmtilegum útsetningum á lögum sem hingað til hafa ekki verið tengd við lúðrasveitir. Að lúðrunum þögnuðum steig Nýdönsk á svið og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Ný og breytt útsending af Hjálpaðu mér upp hljómaði svona rétt til að koma því frá, eins og Björn Jörundur sagði að laginu leiknu. Tónleikarnir voru tvískiptir, fyrir hálfleik mátti heyra lög sem eru ekki endilega á meðal vinsælustu laga sveitarinnar, en hljómsveitarmeðlimi langaði að leika. Var þar margan gullmolann að finna sem kom á óvart. Í síðari hálfleik var síðan gefið meira í og fjörið keyrt áfram þar til yfir lauk. Eflaust söknuðu einhverjir uppáhaldslagsins síns, en þegar lagalistinn er jafn góður og raun ber vitni hjá Nýdönsk er slíkt óhjákvæmilegt. Hljómsveitin hefur greinilega ákveðið að gera þetta almennilega, fyrst verið var að þessu á annað borð. Hún var í fantaformi og aðdáunarvert var að fylgjast með samspili þeirra Björns Jörundar og Daníels Ágústs. Fjöldi gesta steig á svið; Hjaltalín, Unnsteinn Manúel, Urður Hákonardóttir, KK, Svanhildur Ólafsdóttir, að ógleymdum Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Sigurði Flosasyni. Og skemmst er að segja frá því að frábærlega tókst til. Svona eiga afmælisveislur að vera, veisla fyrir augu og eyru.
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira