Fótbolti

Zlatan og félagar í PSG fá risabónus fyrir að vinna Meistaradeildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. Mynd/AFP
Franska liðið Paris Saint-Germain sýndi styrk í vikunni með því að vinna 4-1 sigur á Dynamo Kiev í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni. Blaðamenn L'Equipe hafa nú komist að því að risabónusar eru í boði fyrir Zlatan Ibrahimovic og félagar takist þeim að vinna Meistaradeildina næsta vor.

Forráðamenn Paris Saint-Germain vildu ekki staðfesta þessar fréttir enda eru um leynibónusa að ræða sem eiga ekki að koma fram í ársreikningum félagsins. Það væri nefnilega ekki auðvelt að koma þeim fyrir undir nýju rekstrareglum UEFA. Samkvæmt heimildum L'Equipe þá fá leikmenn liðsins 650.000 evrur fyrir að gera PSG að besta liði Evrópu sem gera 104,5 milljónir íslenskra króna á mann.

Forráðamenn Paris Saint-Germain hafa sett fram kröfu um að liðið vinn frönsku deildina á þessu tímabili og komist í það minnsta í undanúrslit í Meistaradeildarinnar. Liðið hefur safnað að sér sterkum leikmönnum að undanförnu og er til alls líklegt undir stjórn Ítalans Carlo Ancelotti.

Zlatan Ibrahimovic og félagar eru ekki á neinum sultarlaunum hjá félaginu en ekki ættu þessir risabónusar að minnka áhuga þeirra að fara alla leið í Meistaradeildinni.

Bónusgreiðslur til leikmanna PSG:

16 liða úrslit í Meistaradeildinni:

193.000 evrur, 31 milljón íslenskar

8 liða úrslit í Meistaradeildinni:

293.000 evrur, 47 milljónir íslenskar

Undanúrslit í Meistaradeildinni:

293.000 evrur, 47 milljónir íslenskar

Úrslitaleikur í Meistaradeildinni:

293.000 evrur, 47 milljónir íslenskar

Sigur í Meistaradeildinni:

650.000 evrur, 104,5 milljónir íslenskar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×