Ólafur Kristjáns leikgreinir Juventus fyrir Nordsjælland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2012 11:45 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Mynd/Daníel Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, er í mikilvægu starfi hjá Meistaradeildarliði Nordsjælland en danska liðið er í riðli með hákarlaliðum eins og Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus. Ólafur sér um að leikgreina andstæðing Nordsjælland í Meistaradeildinni en þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu. „Mitt verkefni felst í því að taka Juventus alveg og fylgja þeim. Nordsjælland er með Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus í riðli og þessu var skipt á milli þriggja aðila. Ég var svo heppinn að fá Juventus og var á leiknum þeirra á móti Shakhtar í Tórínó í síðustu viku," sagði Ólafur í samtali við Hjört. „Ég mun síðan sjá þá í fjórum leikjum í viðbót áður en Nordsjælland mætir þeim í Meistaradeildinni. Það er hægt að hugsa sér leiðinlegri vinnu en þetta," sagði Ólafur. Nordsjælland er búið að spila tvo leiki í riðlakeppninni og tapa þeim báðum, 0-2 á útivelli á móti Shakhtar Donetsk og 0-4 á heimavelli á móti Chelsea. Nordsjælland mætir næst Juventus á heimavelli og var Ólafur í Tórínó á dögunum til þess að skoða ítölsku meistarana. „Ég komst ekki á leik Chelsea og Juventus af því að við vorum ekki búnir með mótið. Það var nóg að gera þar því við áttum leik við Fylki daginn eftir. Það stóð til að ég færi á þann leik en stóð allt full knappt með flug og annað að ég gæti náð því. Þeir voru alveg sáttir við það að ég byrjaði bara á þessu þegar deildin var búin hjá okkur," sagði Ólafur. „Þeir höfðu samband við mig í sumar þegar var orðið ljóst að þeir yrðu í Meistaradeildinni. Eftir að það var dregið í riðla þá var raðað niður verkefnum. Ég er búinn að vera í sambandi við Kasper Hjulmand, sem er þjálfari hjá þeim, í mörg ár eða síðan að við vorum saman á þjálfaranámskeiði í Danmörku á sínum tíma. Við erum góðir vinir og hann treystir mér greinilega sem er ánægjulegt. Ég gat ekki slegið hendinni á móti þessu því þetta er góð reynsla og gaman að taka þátt í þessu," sagði Ólafur. „Ég fer og sé leikina og skila honum svo skýrslu bæði skriflegri og svo verð ég með þeim í undirbúningnum þegar kemur að leikjunum. Það gefur manni tækifæri til að sjá hvernig svona leikir eru undirbúnir," sagði Ólafur. Hann mun vera með annan fótinn á Ítalíu næstu vikur. Ólafur mun sjá leik Juventus og Napoli 20. október sem er helgina fyrir fyrri leik Nordsjælland og Juve. Hann mun síðan sjá leiki Juve við Bologna og Inter áður en kemur að seinni leik Nordsjælland og Juve. „Það var hundfúlt að að fara úr norðangarranum um síðustu helgi og fara suður til Tórónó í 20 stiga hita og horfa á fótboltaleik," sagði Ólafur í léttum tón. „Það er ábyrgð að þurfa að skila þessu og maður gerir það bara eins vel og maður getur. Ég vona síðan að það sé eitthvað innlegg í púkkið," sagði Ólafur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, er í mikilvægu starfi hjá Meistaradeildarliði Nordsjælland en danska liðið er í riðli með hákarlaliðum eins og Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus. Ólafur sér um að leikgreina andstæðing Nordsjælland í Meistaradeildinni en þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu. „Mitt verkefni felst í því að taka Juventus alveg og fylgja þeim. Nordsjælland er með Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus í riðli og þessu var skipt á milli þriggja aðila. Ég var svo heppinn að fá Juventus og var á leiknum þeirra á móti Shakhtar í Tórínó í síðustu viku," sagði Ólafur í samtali við Hjört. „Ég mun síðan sjá þá í fjórum leikjum í viðbót áður en Nordsjælland mætir þeim í Meistaradeildinni. Það er hægt að hugsa sér leiðinlegri vinnu en þetta," sagði Ólafur. Nordsjælland er búið að spila tvo leiki í riðlakeppninni og tapa þeim báðum, 0-2 á útivelli á móti Shakhtar Donetsk og 0-4 á heimavelli á móti Chelsea. Nordsjælland mætir næst Juventus á heimavelli og var Ólafur í Tórínó á dögunum til þess að skoða ítölsku meistarana. „Ég komst ekki á leik Chelsea og Juventus af því að við vorum ekki búnir með mótið. Það var nóg að gera þar því við áttum leik við Fylki daginn eftir. Það stóð til að ég færi á þann leik en stóð allt full knappt með flug og annað að ég gæti náð því. Þeir voru alveg sáttir við það að ég byrjaði bara á þessu þegar deildin var búin hjá okkur," sagði Ólafur. „Þeir höfðu samband við mig í sumar þegar var orðið ljóst að þeir yrðu í Meistaradeildinni. Eftir að það var dregið í riðla þá var raðað niður verkefnum. Ég er búinn að vera í sambandi við Kasper Hjulmand, sem er þjálfari hjá þeim, í mörg ár eða síðan að við vorum saman á þjálfaranámskeiði í Danmörku á sínum tíma. Við erum góðir vinir og hann treystir mér greinilega sem er ánægjulegt. Ég gat ekki slegið hendinni á móti þessu því þetta er góð reynsla og gaman að taka þátt í þessu," sagði Ólafur. „Ég fer og sé leikina og skila honum svo skýrslu bæði skriflegri og svo verð ég með þeim í undirbúningnum þegar kemur að leikjunum. Það gefur manni tækifæri til að sjá hvernig svona leikir eru undirbúnir," sagði Ólafur. Hann mun vera með annan fótinn á Ítalíu næstu vikur. Ólafur mun sjá leik Juventus og Napoli 20. október sem er helgina fyrir fyrri leik Nordsjælland og Juve. Hann mun síðan sjá leiki Juve við Bologna og Inter áður en kemur að seinni leik Nordsjælland og Juve. „Það var hundfúlt að að fara úr norðangarranum um síðustu helgi og fara suður til Tórónó í 20 stiga hita og horfa á fótboltaleik," sagði Ólafur í léttum tón. „Það er ábyrgð að þurfa að skila þessu og maður gerir það bara eins vel og maður getur. Ég vona síðan að það sé eitthvað innlegg í púkkið," sagði Ólafur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sjá meira