Golf landsliðið lék vel í Tyrklandi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 7. október 2012 13:56 Rúnar lék vel á lokahringnum Rúnar Arnórsson Mynd/Seth Íslenska karlalandsliðið í golfi stóð sig vel á heimsmeistaramótinu sem lauk i dag í Tyrklandi. Liðið hafnaði í 28. til 32. sæti á tveimur höggum yfir pari en alls tóku 72 þjóðir þátt í mótinu. Vegna veðurs varð að stytta mótið úr 72 holum í 54 holur. Á lokahringnum var það Rúnar Arnórsson sem lék best íslensku kylfinganna en hann lék á 70 höggum, einu höggi undir pari. Axel Bóasson lék á 71 höggi eða á pari vallarins og Haraldur Franklín Magnús lék á þremur höggum yfir pari. Það voru Bandaríkjamenn sem stóðu uppi sem sigurvegarar en þeir léku hringina þrjá á 24 höggum undir pari. Í öðru sæti varð lið Mexíkó á 19 höggum undir pari og þriðja til fimmta sæti urðu Suður-Kórea, Þýskaland og Frakkland á 15 höggum undir pari. Í einstaklingskeppninni var það Sebastian Vazquez frá Mexíkó sem sigraði. Hann lék hringina þrjá á 15 höggum undir pari eða 199 höggum. Axel Bóasson hafnaði í 39. til 47. sæti, á 214 höggum eða á pari. Haraldur Franklín Magnús varð í 81. til 89. sæti. Hann lék á 220 höggum eða á 6 yfir pari og Rúnar Arnórsson hafnaði í 99. til 102. sæti. Hann lék á 222 höggum eða 8 yfir pari. Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í golfi stóð sig vel á heimsmeistaramótinu sem lauk i dag í Tyrklandi. Liðið hafnaði í 28. til 32. sæti á tveimur höggum yfir pari en alls tóku 72 þjóðir þátt í mótinu. Vegna veðurs varð að stytta mótið úr 72 holum í 54 holur. Á lokahringnum var það Rúnar Arnórsson sem lék best íslensku kylfinganna en hann lék á 70 höggum, einu höggi undir pari. Axel Bóasson lék á 71 höggi eða á pari vallarins og Haraldur Franklín Magnús lék á þremur höggum yfir pari. Það voru Bandaríkjamenn sem stóðu uppi sem sigurvegarar en þeir léku hringina þrjá á 24 höggum undir pari. Í öðru sæti varð lið Mexíkó á 19 höggum undir pari og þriðja til fimmta sæti urðu Suður-Kórea, Þýskaland og Frakkland á 15 höggum undir pari. Í einstaklingskeppninni var það Sebastian Vazquez frá Mexíkó sem sigraði. Hann lék hringina þrjá á 15 höggum undir pari eða 199 höggum. Axel Bóasson hafnaði í 39. til 47. sæti, á 214 höggum eða á pari. Haraldur Franklín Magnús varð í 81. til 89. sæti. Hann lék á 220 höggum eða á 6 yfir pari og Rúnar Arnórsson hafnaði í 99. til 102. sæti. Hann lék á 222 höggum eða 8 yfir pari.
Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira