Haukum barst í gær formleg afsökunarbeiðni frá Vlatko Rakocevic, forseta HC Mojkovac vegna framferði eins leikmanna liðsins, Boris Savic í Evrópuleik Hauka og Mojkovac um miðjan september síðastliðinn en þetta kemur fram á heimasíðu Hauka.
„Savic skallaði Stefán Rafn Sigurmannsson í leiknum sem er auðvitað nokkuð sem á aldrei að sjást í íþróttaleik. Boris Savic biðst einnig sjálfur afsökunar á framferði í bréfinu til Hauka. Gott að Svartfellingarnir sjá að sér eftir þessa slæmu framkomu og eru þeir menn með meiru að hafa beðist afsökunar," segir í fréttinni inn á heimasíðu Hauka.
Hér að neðan má sjá bréfið:
HC Haukar Hafnarfjördur
Dear handball friends,
On September 15, 2012 at the second EHF Cup match (round 1) HC Mojkovac: HC Haukar Hafnarfjördur, our player no. 22 Boris Savić hit the opponent player no. 10 Sigurmannsson with his head.
On this way we want to express our regret for unsportsmanlike conduct by a player Boris Savic,who is also send you a big apology.
We also apologize to player Sigurmannssonu and hope that this incident will not affect on our possible future cooperation.
We wish you much success in the matches that you follow.
With kind regards,
PRESIDENT
HC „MOJKOVAC"
Vlatko Rakočević
Forseti Mojkovac baðst afsökunar á því að leikmaður liðsins skallaði Haukamann
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn


Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn