Fótbolti

Puyol frá í átta vikur - missir af El Clasico

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, verður ekki með liðinu næstu átta vikurnar eftir að hann fór úr olnbogalið í sigrinum á Benfica í Meistaradeildinni í gær. Puyol fór beint á sjúkrahús eftir að hann meiddist en flaug samt með félögum sínum heim í gærkvöldi.

Puyol fór beint inn á spítala við komuna til Barcaelona í nótt og var síðan settur í frekari rannsóknir í morgun. Þar kom í ljós að hann getur ekki spilað með liðinu næstu átta vikur.

„Kominn til Barcaelona. Ég vil þakka öllum sem hjálpuðu mér í Portúgal. Ég kem til baka eins fljótt og ég get. Sólin kemur alltaf upp á ný. Takk fyrir allar kveðjurnar," skrifaði Carles Puyol inn á twitter-síðu sína.

Carles Puyol hefur verið afar óheppinn á þessu tímabili því þetta eru þriðju meiðslin sem halda honum frá liðinu. Hann lenti einnig í því að kinnbeinsbrotna og meiðast á hné.

Puyol verður ekki með Barcelona á móti Real Madrid um helgina og það er örugglega afar svekkjandi fyrir fyrirliðanna að missa af El Clasico.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×