Fótbolti

Óheppnin eltir Carles Puyol - meiddist í þriðja sinn á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Barcelona's sárþjáður.
Barcelona's sárþjáður. Mynd/AP
Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, meiddist illa á olnboga í kvöld þegar Barcelona vann 2-0 útisigur á Benfica í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Puyol missir af næstu leikjum þar á meðal El Clasico á móti Real Madrid um næstu helgi.

Puyol lenti mjög illa eftir að hafa farið fram í hornspyrnu og handleggurinn leit ekki vel út á eftir. Fyrsti fréttir frá Spáni voru að spænski landsliðsmiðvörðurinn hafi farið úr olnbogalið. Félagið tilkynnti í kvöld að fyrirliðinn hafi verið fluttur beint á sjúkrahús í Lissabon til frekari meðhöndlunar.

Þetta er í þriðja sinn á þessu tímabili sem Puyol meiðist og það þrátt fyrir að aðeins rúmir tveir mánuðir séu búnir af því.

Hinn 34 ára gamli Puyol varð fyrst fyrir því áfalli að kinnbeinsbrotna og hafði síðan ekkert spilað frá því 15. september eftir að hafa tognað á liðbandi í hné.

Puyol missit einnig af Evrópumótinu í sumar vegna meiðsla og það er því óhætt að segja að óheppnin elti hann þessa dagana.

Carles Puyol missir væntanlega af El Clasico á móti Real Madrid um næstu helgi en liðið verður þar líklega einnig án Gerard Pique sem er meiddur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×