Upp á líf og dauða í beinni útsendingu Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 1. október 2012 13:10 Hermiskaði er lokakaflinn í þríleik Suzanne Collins um Katniss Everdeen og Hungurleikana. Bókaflokkurinn gerist í dystópískri framtíð þar sem Bandaríkin hafa fallið og á rústum þess er ríkið Panem risið. Panem skiptist í þrettán umdæmi. Íbúar höfuðborgarinnar Kapítól lifa í vellystingum en umdæmin í kringum hana þræla í þágu borgarinnar. Aðeins þrettánda umdæmið hefur veitt andspyrnu gegn yfirráðum Kapítól og í þessum lokakafla þríleiksins breiðist uppreisnin til allra umdæmanna. Bækurnar eru sagðar frá sjónarhorni hinnar ungu Katniss Everdeen sem valin er sem fulltrúi umdæmis 12 í Hungurleikunum. Hermiskaði er þýdd af Magneu J. Matthíasdóttur og tekst henni ágætlega að snara dystópískum heimi Suzanne Collins yfir á íslensku. En bókin sjálf er lakasti kaflinn í þríleiknum. Fyrstu tvær bækurnar eru vel uppbyggðar. Sögusviðið er afmarkað við leikvang Hungurleikanna þar sem Katniss þarf að berjast við fulltrúa annarra umdæma, að læra að drepa án þess að tapa sálu sinni. En sögusvið þessarar síðustu bókar er mun víðara. Katniss hefur leitað skjóls hjá þrettánda umdæminu og undir stjórn þess ræðst hún gegn Kapítól. Collins tekst ekki að ná böndum utan um þetta víðara sögusvið og lesendur tapa oft þræðinum í framvindu sögunnar. Söguhetjan Katniss er nefnilega eilítið pirrandi sögumaður þó hún sé með skemmtilegri söguhetjum sem komið hafa fram í fantasíubókum síðustu árin. Hún er bæði hugrökk og þver, fljót til reiði og sterk. Hún hefur þann siðferðislegan kjarna sem samfélagið í kringum hana hefur ekki til að bera, en hún er tilfinningalega óþroskuð. Hún hefur ekki því náð þeim þroska að skilja og útskýra heiminn í kringum sig og lesendur fylgjast því með raunum íbúa Panem í ákveðinni tilfinningalegri fjarlægð. Þegar Collins tekst best upp endurspeglar fyrstu persónu frásagnarformið veröld Hungurleikanna. Katniss er sködduð, líf hennar í þrældómi Kapítól hefur brotið sál hennar og frásögn hennar er spegill á skelfinguna og viðurstyggðina í Panem. En í þessari síðustu bók þríleiksins heftir þetta frásagnarform flæði sögunnar. Katniss tengist ekki söguhetjunum í kringum sig tilfinningalegum böndum og lesendur því ekki heldur. Afdrif Panem eru óljós í lok bókar, þegar á reynir verða skilin milli góðs og ills ekki alltaf skýr enda eru uppreisnarmennirnir afsprengi Hungurleikanna. Gallinn er sá að fyrir vikið verður Hermiskaði heldur endaslepp endalok á Hungurleikaþríleiknum. Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Hermiskaði er lokakaflinn í þríleik Suzanne Collins um Katniss Everdeen og Hungurleikana. Bókaflokkurinn gerist í dystópískri framtíð þar sem Bandaríkin hafa fallið og á rústum þess er ríkið Panem risið. Panem skiptist í þrettán umdæmi. Íbúar höfuðborgarinnar Kapítól lifa í vellystingum en umdæmin í kringum hana þræla í þágu borgarinnar. Aðeins þrettánda umdæmið hefur veitt andspyrnu gegn yfirráðum Kapítól og í þessum lokakafla þríleiksins breiðist uppreisnin til allra umdæmanna. Bækurnar eru sagðar frá sjónarhorni hinnar ungu Katniss Everdeen sem valin er sem fulltrúi umdæmis 12 í Hungurleikunum. Hermiskaði er þýdd af Magneu J. Matthíasdóttur og tekst henni ágætlega að snara dystópískum heimi Suzanne Collins yfir á íslensku. En bókin sjálf er lakasti kaflinn í þríleiknum. Fyrstu tvær bækurnar eru vel uppbyggðar. Sögusviðið er afmarkað við leikvang Hungurleikanna þar sem Katniss þarf að berjast við fulltrúa annarra umdæma, að læra að drepa án þess að tapa sálu sinni. En sögusvið þessarar síðustu bókar er mun víðara. Katniss hefur leitað skjóls hjá þrettánda umdæminu og undir stjórn þess ræðst hún gegn Kapítól. Collins tekst ekki að ná böndum utan um þetta víðara sögusvið og lesendur tapa oft þræðinum í framvindu sögunnar. Söguhetjan Katniss er nefnilega eilítið pirrandi sögumaður þó hún sé með skemmtilegri söguhetjum sem komið hafa fram í fantasíubókum síðustu árin. Hún er bæði hugrökk og þver, fljót til reiði og sterk. Hún hefur þann siðferðislegan kjarna sem samfélagið í kringum hana hefur ekki til að bera, en hún er tilfinningalega óþroskuð. Hún hefur ekki því náð þeim þroska að skilja og útskýra heiminn í kringum sig og lesendur fylgjast því með raunum íbúa Panem í ákveðinni tilfinningalegri fjarlægð. Þegar Collins tekst best upp endurspeglar fyrstu persónu frásagnarformið veröld Hungurleikanna. Katniss er sködduð, líf hennar í þrældómi Kapítól hefur brotið sál hennar og frásögn hennar er spegill á skelfinguna og viðurstyggðina í Panem. En í þessari síðustu bók þríleiksins heftir þetta frásagnarform flæði sögunnar. Katniss tengist ekki söguhetjunum í kringum sig tilfinningalegum böndum og lesendur því ekki heldur. Afdrif Panem eru óljós í lok bókar, þegar á reynir verða skilin milli góðs og ills ekki alltaf skýr enda eru uppreisnarmennirnir afsprengi Hungurleikanna. Gallinn er sá að fyrir vikið verður Hermiskaði heldur endaslepp endalok á Hungurleikaþríleiknum.
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira