Boris Vukcevic, leikmaður Hoffenheim í Þýskalandi, er ekki lengur í lífshættu eftir alvarlegt umferðaróhapp í síðasta mánuði.
Vukcevic lenti í árekstri við vöruflutningabíl á leið sinni á æfingu í Þýskalandi. Honum hefur verið haldið sofandi síðan en hann hefur gengist undir tvær aðgerðir.
Félagið tilkynnti í gær að líðan Vukcevic væri stöðug. „Þetta eru fyrst og fremst gleðitíðindi fyrir Boris og fjölskyldu hans," sagði Markus Babbel, þjálfari Hoffenheim.
„Við vitum að hann á enn langa baráttu fyrir höndum," bætti hann við.

