Golf

Justin Rose fyrsti "heimsmeistarinn" í golfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Justin Rose með bikarinn.
Justin Rose með bikarinn. Mynd/Nordic Photos/Getty
Justin Rose tryggði sér sigur á World Golf Final mótinu í Tyrklandi með því að vinna Lee Westwood í úrslitaleik. Þetta er í fyrsta sinn sem svona mót fer fram í lok tímabilsins en þangað var boðið átta af bestu kylfingum heims.

Kylfingunum var skipt niður í tvo riðla þar sem allir mættu öllum í holukeppni. Tveir efstu komust síðan í undanúrslitin þar sem að Rose vann Tiger Woods en Westwood sló út Charl Schwartzel.

Justin Rose setti niður 64 sentímetra pútt á fyrstu holu og náði þá forystunni sem hann hélt allan leikinn. Rose lék holurnar 18 á 66 höggum en Westwood notaði einu höggi meira.

Hinn 32 ára gamli Justin Rose kórónaði þarna flott ár hjá sér en hann varð í 3. sæti á PGA-meistaramótinu, í 8. sæti á Mastersmótinu og í 21. sæti á Opna bandaríska mótinu. Rose náði líka 3 stig af 5 mögulegum í Ryder-bikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×