Umfjöllun og viðtöl: ÍR - FH 28-25 Henry Birgir Gunnarsson í Austurbergi skrifar 11. október 2012 13:46 Mynd/Stefán ÍR vann glæsilegan sigur á FH-ingum í bráðskemmtilegum spennuleik í Austurbergi í kvöld. Það var hart tekist á og mikil spenna nánast allt til loka leiksins. Heimamenn í ÍR voru dyggilega studdir af fjölda áhorfenda og það veitti þeim klárlega kraft. Jafnræði var með liðunum framan af en svo tóku ÍR-ingar öll völd á vellinum. Framliggjandi og afar hreyfanlegur varnarleikur þeirra var algjörlega frábær. Gríðarleg vinnsla í öllum mönnum og sóknarmenn FH vissu vart sitt rjúkandi ráð. FH-ingum féll allur ketill í eld og ÍR-ingar gengu á lagið. Þegar flautað var til hálfleiks var munurinn fimm mörk, 17-12, sem var sanngjörn staða. FH-ingar komu gríðarlega grimmir út úr klefanum og var allt annað að sjá til liðsins. Vörnin í hæsta klassa og Daníel fór loksins að verja í markinu. Smám saman söxuðu FH-ingar á forskotið og um miðjan hálfleikinn var staðan jöfn, 21-21. Þá tók Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eðlilega leikhlé. FH-ingar hættu ekki og komust í kjölfarið yfir. Í hönd fóru svo æsispennandi lokamínútur þar sem nánast var jafnt á öllum tölum og brjáluð stemning í stúkunni. Þegar fimm mínútur voru eftir var allt jafnt, 25-25, og mikil spenna. Bæði lið virkuðu yfirspennt og tóku hverja vondu ákvörðunina á fætur annarri. Davíð Georgsson kom ÍR í 27-25 þegar mínúta var eftir með glæsilegu gegnumbrotsmarki. FH tók leikhlé í afar erfiðri stöðu. FH náði ekkert að gera í vonlausri stöðu. ÍR skoraði lokamarkið og fagnaði hreint ógurlega. Frábær sigur hjá þeim. Vörn og mikil barátta lagði grunninn að sigrinum. Skynsamari sóknarleikur, sem hefur vantað upp á, gerði aftur á móti gæfumuninn. FH-ingar voru aftur á móti hrikalega óskynsamir þegar á reyndi og það reyndist dýrt. Ekki góður leikur af þeirra hálfu en voru samt ekki fjarri því að ná stigi eða stigum. Einar Rafn og Ragnar voru bestir í liði FH og Daníel varði vel í seinni hálfleik eftir að hafa verið slakur í þeim fyrri. Mikið munaði um að Ólafur Gústafsson var í tómu rugli í leiknum og skoraði aðeins úr 4 af 16 skotum sínum. Hann tók þess utan ítrekað skelfilegar ákvarðanir. Sturla var frábær í ÍR-liðinu þar sem liðsheildin var sterk. Margir að leggja hönd á plóginn í stað þess að Björgvin skjóti rúmlega 20 skotum í leik. Hann tók "aðeins" 12 skot í kvöld og hefur oft verið betri. Kristófer frábær í markinu í fyrri hálfleik og steig svo upp þegar á reyndi í þeim seinni. Vörnin til mikillar fyrirmyndar nær allan leikinn og liðið sýndi karakter til þess að klára leikinn.Ingimundur: Það er bara handbolti í ghettóinu "Við vorum ekki að senda nein skilaboð. Það var bara mikilvægt að ná sigri á heimavelli. Við höfum tapað illa í síðustu tveimur leikjum og það var því mikilvægt að sýna góðan leik núna," sagði varnartröllið Ingimundur Ingimundarson í liði ÍR. "Það var mikil barátta í þessum leik og jafnt. Það er oft skammt á milli í svona hröðum baráttuleikjum og þá þarf stundum heppni líka sem var aðeins með okkur. Annars er ég ánægður með þessa baráttu sem við sýndum í kvöld," sagði Ingimundur en hann fór þar í fararbroddi og var nokkrum sinnum í talsverðum hasar. Meðal annars við þjálfara FH. "Það er mikið rusltal á vellinum og strákarnir í hinu liðinu þeir hika ekki við að láta mig heyra það. Stundum verður maður að svara fyrir sig. Það er bara þannig. Það var samt ekkert of mikill æsingur," sagði Ingimundur en hann vill að sitt lið láti finna fyrir sér. "Við mættum sýna jafnvel meiri tilfinningar. Við erum í ghettóinu og eigum að láta finna fyrir okkur. Við erum ekki Íslandsmeistarar í fótbolta né frjálsum íþróttum. Það er bara handbolti í ghettoinu. Ég held að keilan sé meira að segja hætt hérna." Ingimundur vildi líka þakka áhorfendum sem hafa stutt liðið gríðarlega vel í fyrstu leikjum Íslandsmótsins. "Það er rosalega gaman að spila fyrir þessa áhorfendur hérna og þeir hjálpa okkur mikið. Ég vil þakka þeim kærlega fyrir stuðninginn og vonandi heldur fólk áfram að fjölmenna á þessa leiki hjá okkur."Einar Andri: Galnir tapaðir boltar Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, hélt langan fund með dómurunum eftir leikinn en sagðist þó ekki hafa verið ósáttur við þeirra frammistöðu. "Ég spurði strákana að því í hálfleik hvern fjandann þeir væru að gera. Seinni hálfleikur var miklu betri," sagði Einar Andri en hann var eðlilega svekktur með að hans lið hefði ekki lokað leiknum eftir frábæra endurkomu. "Fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleik voru frábærar hjá okkur. Það var það mikill hraði í leiknum að ég vissi að þetta gæti snúist fljótt. Svo vorum við bara mjög klaufalegir síðustu mínúturnar. Alveg galnir tapaðir boltar hjá okkur. Það gengur ekki upp."Sturla: Bjöggi var á góðri leið með að slátra öxlinni Sturla Ásgeirsson, hornamaður ÍR, átti stórleik í kvöld, en hann hefur haft óvenju hljótt um sig það sem af er móti. "Þetta er búið að vera svolítið einhæft hjá okkur hingað til og lítið opnað fyrir horna- og línumenn. Við höfum verið að vinna í því og þetta var betra í kvöld," sagði Sturla en það munar líka um það að Björgvin virðist vera búinn að víkka sjónsviðið og sjái ekki bara markið. "Ég held hann hafi verið kominn með 70 skot í fyrstu leikjum. Hann hefði ekki lifað tímabilið af svona áfram. Öxlin hefði farið í rúst hjá honum," sagði Sturla og hló við. "Hann var flottur í dag. Spilaði vel fyrir liðið og var góður í vörninni."Ragnar: Ætluðum okkur stærri hluti Ragnar Jóhannsson, stórskytta FH-inga, var ekki hress er blaðamaður Vísis hitti á hann eftir leikinn. "Þetta var mjög svekkjandi enda ætluðum við okkur stærri hluti og hefna fyrir það sem gerðist í síðasta leik. Í staðinn mætum við steinsofandi til leiks. Ég veit ekki hvað var að," sagði Ragnar svekktur. "Við breytum um vörn í hálfleik og komum miklu ákveðnari til síðari hálfleiks og spilum vel í 20 mínútur. Svo förum við aftur niður á hælana einhverra hluta vegna. Fyrir vikið varð þetta ráðleysislegt. "Það er samt ekkert auðvelt að koma hingað enda ÍR-ingar með frábært lið og frábæra áhorfendur. Það er gaman að spila hérna en enn skemmtilegra ef maður vinnur. Því miður tókst það ekki núna." Olís-deild karla Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
ÍR vann glæsilegan sigur á FH-ingum í bráðskemmtilegum spennuleik í Austurbergi í kvöld. Það var hart tekist á og mikil spenna nánast allt til loka leiksins. Heimamenn í ÍR voru dyggilega studdir af fjölda áhorfenda og það veitti þeim klárlega kraft. Jafnræði var með liðunum framan af en svo tóku ÍR-ingar öll völd á vellinum. Framliggjandi og afar hreyfanlegur varnarleikur þeirra var algjörlega frábær. Gríðarleg vinnsla í öllum mönnum og sóknarmenn FH vissu vart sitt rjúkandi ráð. FH-ingum féll allur ketill í eld og ÍR-ingar gengu á lagið. Þegar flautað var til hálfleiks var munurinn fimm mörk, 17-12, sem var sanngjörn staða. FH-ingar komu gríðarlega grimmir út úr klefanum og var allt annað að sjá til liðsins. Vörnin í hæsta klassa og Daníel fór loksins að verja í markinu. Smám saman söxuðu FH-ingar á forskotið og um miðjan hálfleikinn var staðan jöfn, 21-21. Þá tók Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eðlilega leikhlé. FH-ingar hættu ekki og komust í kjölfarið yfir. Í hönd fóru svo æsispennandi lokamínútur þar sem nánast var jafnt á öllum tölum og brjáluð stemning í stúkunni. Þegar fimm mínútur voru eftir var allt jafnt, 25-25, og mikil spenna. Bæði lið virkuðu yfirspennt og tóku hverja vondu ákvörðunina á fætur annarri. Davíð Georgsson kom ÍR í 27-25 þegar mínúta var eftir með glæsilegu gegnumbrotsmarki. FH tók leikhlé í afar erfiðri stöðu. FH náði ekkert að gera í vonlausri stöðu. ÍR skoraði lokamarkið og fagnaði hreint ógurlega. Frábær sigur hjá þeim. Vörn og mikil barátta lagði grunninn að sigrinum. Skynsamari sóknarleikur, sem hefur vantað upp á, gerði aftur á móti gæfumuninn. FH-ingar voru aftur á móti hrikalega óskynsamir þegar á reyndi og það reyndist dýrt. Ekki góður leikur af þeirra hálfu en voru samt ekki fjarri því að ná stigi eða stigum. Einar Rafn og Ragnar voru bestir í liði FH og Daníel varði vel í seinni hálfleik eftir að hafa verið slakur í þeim fyrri. Mikið munaði um að Ólafur Gústafsson var í tómu rugli í leiknum og skoraði aðeins úr 4 af 16 skotum sínum. Hann tók þess utan ítrekað skelfilegar ákvarðanir. Sturla var frábær í ÍR-liðinu þar sem liðsheildin var sterk. Margir að leggja hönd á plóginn í stað þess að Björgvin skjóti rúmlega 20 skotum í leik. Hann tók "aðeins" 12 skot í kvöld og hefur oft verið betri. Kristófer frábær í markinu í fyrri hálfleik og steig svo upp þegar á reyndi í þeim seinni. Vörnin til mikillar fyrirmyndar nær allan leikinn og liðið sýndi karakter til þess að klára leikinn.Ingimundur: Það er bara handbolti í ghettóinu "Við vorum ekki að senda nein skilaboð. Það var bara mikilvægt að ná sigri á heimavelli. Við höfum tapað illa í síðustu tveimur leikjum og það var því mikilvægt að sýna góðan leik núna," sagði varnartröllið Ingimundur Ingimundarson í liði ÍR. "Það var mikil barátta í þessum leik og jafnt. Það er oft skammt á milli í svona hröðum baráttuleikjum og þá þarf stundum heppni líka sem var aðeins með okkur. Annars er ég ánægður með þessa baráttu sem við sýndum í kvöld," sagði Ingimundur en hann fór þar í fararbroddi og var nokkrum sinnum í talsverðum hasar. Meðal annars við þjálfara FH. "Það er mikið rusltal á vellinum og strákarnir í hinu liðinu þeir hika ekki við að láta mig heyra það. Stundum verður maður að svara fyrir sig. Það er bara þannig. Það var samt ekkert of mikill æsingur," sagði Ingimundur en hann vill að sitt lið láti finna fyrir sér. "Við mættum sýna jafnvel meiri tilfinningar. Við erum í ghettóinu og eigum að láta finna fyrir okkur. Við erum ekki Íslandsmeistarar í fótbolta né frjálsum íþróttum. Það er bara handbolti í ghettoinu. Ég held að keilan sé meira að segja hætt hérna." Ingimundur vildi líka þakka áhorfendum sem hafa stutt liðið gríðarlega vel í fyrstu leikjum Íslandsmótsins. "Það er rosalega gaman að spila fyrir þessa áhorfendur hérna og þeir hjálpa okkur mikið. Ég vil þakka þeim kærlega fyrir stuðninginn og vonandi heldur fólk áfram að fjölmenna á þessa leiki hjá okkur."Einar Andri: Galnir tapaðir boltar Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, hélt langan fund með dómurunum eftir leikinn en sagðist þó ekki hafa verið ósáttur við þeirra frammistöðu. "Ég spurði strákana að því í hálfleik hvern fjandann þeir væru að gera. Seinni hálfleikur var miklu betri," sagði Einar Andri en hann var eðlilega svekktur með að hans lið hefði ekki lokað leiknum eftir frábæra endurkomu. "Fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleik voru frábærar hjá okkur. Það var það mikill hraði í leiknum að ég vissi að þetta gæti snúist fljótt. Svo vorum við bara mjög klaufalegir síðustu mínúturnar. Alveg galnir tapaðir boltar hjá okkur. Það gengur ekki upp."Sturla: Bjöggi var á góðri leið með að slátra öxlinni Sturla Ásgeirsson, hornamaður ÍR, átti stórleik í kvöld, en hann hefur haft óvenju hljótt um sig það sem af er móti. "Þetta er búið að vera svolítið einhæft hjá okkur hingað til og lítið opnað fyrir horna- og línumenn. Við höfum verið að vinna í því og þetta var betra í kvöld," sagði Sturla en það munar líka um það að Björgvin virðist vera búinn að víkka sjónsviðið og sjái ekki bara markið. "Ég held hann hafi verið kominn með 70 skot í fyrstu leikjum. Hann hefði ekki lifað tímabilið af svona áfram. Öxlin hefði farið í rúst hjá honum," sagði Sturla og hló við. "Hann var flottur í dag. Spilaði vel fyrir liðið og var góður í vörninni."Ragnar: Ætluðum okkur stærri hluti Ragnar Jóhannsson, stórskytta FH-inga, var ekki hress er blaðamaður Vísis hitti á hann eftir leikinn. "Þetta var mjög svekkjandi enda ætluðum við okkur stærri hluti og hefna fyrir það sem gerðist í síðasta leik. Í staðinn mætum við steinsofandi til leiks. Ég veit ekki hvað var að," sagði Ragnar svekktur. "Við breytum um vörn í hálfleik og komum miklu ákveðnari til síðari hálfleiks og spilum vel í 20 mínútur. Svo förum við aftur niður á hælana einhverra hluta vegna. Fyrir vikið varð þetta ráðleysislegt. "Það er samt ekkert auðvelt að koma hingað enda ÍR-ingar með frábært lið og frábæra áhorfendur. Það er gaman að spila hérna en enn skemmtilegra ef maður vinnur. Því miður tókst það ekki núna."
Olís-deild karla Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti