Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-Haukar 22-27 | Myndir Henry Birgir Gunnarsson í Mosfellsbæ skrifar 10. október 2012 11:58 Haukar eru enn í efsta sæti N1-deildar karla og Afturelding er enn stigalaust eftir eina leik kvöldsins í deildinni. Sigur Hauka í kvöld var aldrei í neinni hættu. Örn Ingi Bjarkason var ekki með Mosfellingum í kvöld vegna meiðsla og söknuðu heimamenn hans sárlega. Sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska og Haukarnir leiddu í hálfleik, 9-13. Gestirnir slökuðu svolítið mikið á klónni í upphafi síðari hálfleiks og ætluðu augljóslega að taka þetta með vinstri. Mosfellingar komust á bragðið og unnu sig inn í leikinn. Þá sagði Tjörvi Þorgeirsson hingað og ekki lengra. Hann skoraði mikilvæg mörk, kveikti í sínum mönnum sem náðu þægilegu forskoti á ný og kláruðu svo leikinn. Tjörvi var afar drjúgur í liði Hauka. Skoraði mörk og lagði upp. Frammistaða Morkunas í markinu lengstum var aðdáunarverð og hann lofar góðu. Stefán Rafn alltaf skemmtilegur en gerir sig allt of oft sekan um slæmar ákvarðanir. Það kemur hjá stráknum. Annars engin glansframmistaða hjá Haukunum en þessi frammistaða dugði í kvöld. Davíð var magnaður í marki Aftureldingar en það dugði ekki til þar sem aðrir í liðinu voru slakir. Hilmar skilaði sínu en sóknarleikur heimamanna var mjög slakur.Reynir: Þolum ekki pressuna "Þeir voru alltaf skrefi á undan og þetta voru sanngjörn úrslit," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik. "Það var vissulega vont að missa Örn Inga en við erum samt að klóra okkur upp úr skítnum frá síðasta leik. Við þurfum samt að vinna aðeins betur í okkar málum. Við vitum að við verðum að leggja á okkur hellings vinnu til þess að ná liðum eins og Haukum og verðum að vera tilbúnir í það." Reynir sagði vissulega ekki gott að vera enn stigalausir en er þó ekkert farinn að örvænta. "Við verðum aðeins að róa okkur. Væntingarnar í kringum liðið voru kannski fullmiklar fyrir veturinn," sagði Reynir en Mosfellingar bjuggu sjálfir til þessa pressu. Styrktu sig og sögðu vera komnir með nóg af botnbaráttu. "Þegar á reyndi þoldum við ekki pressuna sem við settum á okkur sem og aðrir. Við verðum bara að staldra við núna og taka eitt skref í einu. Það hlýtur svo að styttast í stigin," sagði Reynir kíminn.Aron: Megum ekki slaka á Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var slakur eftir leik. Sáttur við stigin en ekkert allt of sáttur við leik síns liðs. "Við bjuggumst við erfiðum leik enda vill Afturelding fara að fá stig. Ég er þokkalega sáttur við leikinn. Varnarleikurinn var þéttur lengstum. Sóknarleikurinn var ágætur þar sem Tjörvi var ákveðinn en við vorum stundum að horfa fullmikið upp í palla í stað þess að horfa á markið," sagði Aron. "Sóknarleikurinn var samt ráðleysislegur á köflum og það þurfum við að bæta. Byrjunin á seinni hálfleik var alls ekki nógu góð hjá okkur en við náðum að rífa okkur upp og klára dæmið." Haukarnir halda til Úkraínu á morgun í Evrópuverkefni en Aron vildi ekki meina að hans lið hefði verið komið með hugann við ferðalagið í seinni hálfleik. "Okkar vandamál er að halda dampi og einbeitingu og við erum að vinna í því. Við erum ekki það góðir að við getum leyft okkur þann munað að slaka á. Við þurfum að vera alveg 100 prósent allan leikinn. Annars erum við lélegir."Úr leiknum í kvöld.Myndir / Valgarður Gíslason Olís-deild karla Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Sjá meira
Haukar eru enn í efsta sæti N1-deildar karla og Afturelding er enn stigalaust eftir eina leik kvöldsins í deildinni. Sigur Hauka í kvöld var aldrei í neinni hættu. Örn Ingi Bjarkason var ekki með Mosfellingum í kvöld vegna meiðsla og söknuðu heimamenn hans sárlega. Sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska og Haukarnir leiddu í hálfleik, 9-13. Gestirnir slökuðu svolítið mikið á klónni í upphafi síðari hálfleiks og ætluðu augljóslega að taka þetta með vinstri. Mosfellingar komust á bragðið og unnu sig inn í leikinn. Þá sagði Tjörvi Þorgeirsson hingað og ekki lengra. Hann skoraði mikilvæg mörk, kveikti í sínum mönnum sem náðu þægilegu forskoti á ný og kláruðu svo leikinn. Tjörvi var afar drjúgur í liði Hauka. Skoraði mörk og lagði upp. Frammistaða Morkunas í markinu lengstum var aðdáunarverð og hann lofar góðu. Stefán Rafn alltaf skemmtilegur en gerir sig allt of oft sekan um slæmar ákvarðanir. Það kemur hjá stráknum. Annars engin glansframmistaða hjá Haukunum en þessi frammistaða dugði í kvöld. Davíð var magnaður í marki Aftureldingar en það dugði ekki til þar sem aðrir í liðinu voru slakir. Hilmar skilaði sínu en sóknarleikur heimamanna var mjög slakur.Reynir: Þolum ekki pressuna "Þeir voru alltaf skrefi á undan og þetta voru sanngjörn úrslit," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik. "Það var vissulega vont að missa Örn Inga en við erum samt að klóra okkur upp úr skítnum frá síðasta leik. Við þurfum samt að vinna aðeins betur í okkar málum. Við vitum að við verðum að leggja á okkur hellings vinnu til þess að ná liðum eins og Haukum og verðum að vera tilbúnir í það." Reynir sagði vissulega ekki gott að vera enn stigalausir en er þó ekkert farinn að örvænta. "Við verðum aðeins að róa okkur. Væntingarnar í kringum liðið voru kannski fullmiklar fyrir veturinn," sagði Reynir en Mosfellingar bjuggu sjálfir til þessa pressu. Styrktu sig og sögðu vera komnir með nóg af botnbaráttu. "Þegar á reyndi þoldum við ekki pressuna sem við settum á okkur sem og aðrir. Við verðum bara að staldra við núna og taka eitt skref í einu. Það hlýtur svo að styttast í stigin," sagði Reynir kíminn.Aron: Megum ekki slaka á Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var slakur eftir leik. Sáttur við stigin en ekkert allt of sáttur við leik síns liðs. "Við bjuggumst við erfiðum leik enda vill Afturelding fara að fá stig. Ég er þokkalega sáttur við leikinn. Varnarleikurinn var þéttur lengstum. Sóknarleikurinn var ágætur þar sem Tjörvi var ákveðinn en við vorum stundum að horfa fullmikið upp í palla í stað þess að horfa á markið," sagði Aron. "Sóknarleikurinn var samt ráðleysislegur á köflum og það þurfum við að bæta. Byrjunin á seinni hálfleik var alls ekki nógu góð hjá okkur en við náðum að rífa okkur upp og klára dæmið." Haukarnir halda til Úkraínu á morgun í Evrópuverkefni en Aron vildi ekki meina að hans lið hefði verið komið með hugann við ferðalagið í seinni hálfleik. "Okkar vandamál er að halda dampi og einbeitingu og við erum að vinna í því. Við erum ekki það góðir að við getum leyft okkur þann munað að slaka á. Við þurfum að vera alveg 100 prósent allan leikinn. Annars erum við lélegir."Úr leiknum í kvöld.Myndir / Valgarður Gíslason
Olís-deild karla Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Sjá meira